Meirihluti ljósmæðra á Landspítalanum hættir að taka að sér aukavinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 08:37 Í yfirlýsingu ljósmæðra segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48