Meirihluti ljósmæðra á Landspítalanum hættir að taka að sér aukavinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 08:37 Í yfirlýsingu ljósmæðra segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48