Parið dansaði cha-cha-cha við lagið American Boy og hlutu 22 stig frá dómnefnd og voru jöfn Hönnu Rún og Bergþóri að stigum, en þau Jóhanna Guðrún og Max Petrov voru stigahæst með 30 stig frá dómnefnd fyrir tangó við lagið The Greatest Show úr myndinni The Greatest Showman.
Fjögur pör fóru áfram í úrslitaþáttinn sem verður sýndur á Stöð 2 næsta sunnudag, en það eru þau Ebba og Javi, Bergþór og Hanna Rún, Arnar Grant og Lilja og stigahæsta parið Jóhanna Guðrún og Max sem munu keppa um glimmerbikarinn.
Þættirnir eru ávallt í beinni útsendingu og þegar pörin hafa stígið á svið mæta þau í svokallað Glimmerherbergi baksviðs. Þar fara þau í viðtal sem sjá má á Instagram-síðu Stöðvar 2. Hér að neðan má sjá fjörið úr Glimmerherberginu frá því í gærkvöldi.