Fyrsta stiklan úr Kona fer í stríð Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:45 Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki sínu í kvikmyndinni. „Ég vona að myndinni verði vel tekið og hlakka mest til að upplifa viðbrögð fólks við henni í kvikmyndahúsinu,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð. Stikla fyrir myndina var frumsýnd á föstudag. Vefsíðan Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í sólarhring. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Hún er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. „Þetta er einföld hetjusaga. Mig langaði að búa til meginstraums kvikmynd sem myndi þóknast öllum," segir Benedikt glettinn.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni. Kvikmyndin er frumsýnd 12. maí í Cannes, þar sem hún var valin til keppni í Critics' Week. Benedikt segir það stórkostlegan létti að hún hafi verið valin því mikil fjárhagsleg, persónuleg og listræn hætta fylgi þessu ferli. „Þetta þýðir að einhverjum þyki vænt um hana.“ Charles Tesson, listrænn stjórnandi Critics' Week, sagði dregna upp líflega, hjartnæma og frumlega mynd af konu á sama tíma og tekist er á við pólitísk málefni í myndinni en hún verður frumsýnd hér á Íslandi 23. maí. Þrjár íslenskar kvikmyndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week á Cannes. Það eru kvikmyndirnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen árið 1992, hin norsk-íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006 og fransk-íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013. Cannes Menning Tengdar fréttir Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Ég vona að myndinni verði vel tekið og hlakka mest til að upplifa viðbrögð fólks við henni í kvikmyndahúsinu,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð. Stikla fyrir myndina var frumsýnd á föstudag. Vefsíðan Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í sólarhring. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Hún er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. „Þetta er einföld hetjusaga. Mig langaði að búa til meginstraums kvikmynd sem myndi þóknast öllum," segir Benedikt glettinn.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni. Kvikmyndin er frumsýnd 12. maí í Cannes, þar sem hún var valin til keppni í Critics' Week. Benedikt segir það stórkostlegan létti að hún hafi verið valin því mikil fjárhagsleg, persónuleg og listræn hætta fylgi þessu ferli. „Þetta þýðir að einhverjum þyki vænt um hana.“ Charles Tesson, listrænn stjórnandi Critics' Week, sagði dregna upp líflega, hjartnæma og frumlega mynd af konu á sama tíma og tekist er á við pólitísk málefni í myndinni en hún verður frumsýnd hér á Íslandi 23. maí. Þrjár íslenskar kvikmyndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week á Cannes. Það eru kvikmyndirnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen árið 1992, hin norsk-íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006 og fransk-íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013.
Cannes Menning Tengdar fréttir Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49