Gullið tækifæri Stólanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. apríl 2018 08:30 vísir KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira