Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Á vef Isavia kemur fram að í grennd Keflavíkurflugvallar á Miðnesheiði sé að finna eitt af stærri varplöndum sílamávs. Vísir/ANdri Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira