Hlynur áfram í Garðabænum: „Fannst ég þurfa að gera meira hérna“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. apríl 2018 17:30 Hlynur Bæringsson vísir Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson framlengdi í dag samning sinn við Stjörnuna. Hlynur verður 36 ára á árinu en sagði það hafa legið beint við að framlengja við Garðarbæjarfélagið.Vísir greindi frá því í dag að Hlynur hafi skrifað undir til tveggja ára, líkt og Tómas Þórður Hilmarsson og Dagur Kár Jónsson. „Ég er tiltölulega nýkominn að utan úr atvinnumennsku og vildi ekki vera að rífa þau [fjölskylduna] upp aftur. Þess utan þá fannst mér ég þurfa að gera aðeins meira hérna, þetta var ekki nógu gott í fyrra og við þurfum að gera betur en það,“ sagði Hlynur Bæringsson við Arnar Björnsson á blaðamannafundi Stjörnunnar í dag. Tímabilið sem er að klárast í Domino's deild karla hefur verið ákveðin vonbrigði hjá Garðarbæingum. Þeir lentu í sjöunda sæti deildarinnar og duttu út úr 8-liða úrslitum gegn ÍR. Hrafn Kristjánsson hefur látið af störfum sem þjálfari og Arnar Guðjónsson tekið við. „Það er mjög stórt fyrir okkur að fá Dag heim og nú eru tveir af okkar sterkustu byrjunarliðsmönnum úr Garðabænum og ég held að það sé mjög sterkt fyrir okkur og fyrir samfélagið.“ „Nýr þjálfari kemur með nýjar áherslur, hann er svolítið öðruvísi, svo það verða breytingar.“ „Ég held við getum sagt það strax að stefnan verður að gera betur. Það veltur svolítið á hvaða leikmenn við fáum, leikmannamál verða að heppnast vel og ef að það gengur þá stefnum við eins hátt og við getum, bara á toppinn og þess vegna titilinn.“ Hlynur sagðist handviss um það að fleiri leikmenn væru á leiðinni í Garðabæinn. „Ég bara veit ekki hverjir það verða.“ Ákvörðun Hlyns að halda áfram hjá Stjörnunni gefur vonir um að hann ætli sér einnig að halda áfram að spila með íslenska landsliðinu, en margir af eldri leikmönnum þess hafa tilkynnt það á síðustu misserum að landsliðsskórnir séu á leiðinni á hilluna. „Ég ætla að spila eitthvað áfram á meðan það er hægt að nota mig. Það eru landsliðsverkefni í sumar og ég ætla að reyna að hjálpa þeim ef ég næ að koma mér í almennilegt stand.“ „Ég ætla ekki að fara ef ég næ ekki að gera það, ég fer kannski í aðeins öðruvísi hlutverk, maður fer kannski að færa sig aðeins á bekkinn.“ Það síðasta sem sást til Hlyns Bæringssonar í Stjörnuliðinu í vetur var hið umtalaða höfuðhögg sem hann fékk frá Ryan Taylor í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Hann var ekki með í fjórða og síðasta leik seríunnar og þá voru Stjörnumenn farnir í sumarfrí. Hvernig er heilsan í dag? „Hún er ágæt. Ég var svolítið eftir mig eftir þetta en nú eru komnar einhverjar þrjár vikur síðan og ég hef það ágætt. Ég er ekkert byrjaður að æfa, er búinn að vera að slaka á. Það kemur svo í ljós þegar ég fer að æfa.“ „Það var svo mikil hræðsla í kringum þetta, með alla þessa menntuðu og ómenntuðu doktora út um allt þá var maður svolítið smeykur við þetta en ég vonast bara til þess að ég verði 100 prósent, ef ég verð ekki laminn illa í sumar,“ sagði Hlynur Bæringsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að skoða þyrfti viðbrögðin á keppnisstað í gær en Hlynur spilaði í rúman hálftíma eftir höggið. 23. mars 2018 11:30 Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Arnari Guðjónssyni, nýjum þjálfara Stjörnunnar, er gert að byggja upp nýtt lið á Stjörnumönnum til framtíðar. 6. apríl 2018 16:30 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson framlengdi í dag samning sinn við Stjörnuna. Hlynur verður 36 ára á árinu en sagði það hafa legið beint við að framlengja við Garðarbæjarfélagið.Vísir greindi frá því í dag að Hlynur hafi skrifað undir til tveggja ára, líkt og Tómas Þórður Hilmarsson og Dagur Kár Jónsson. „Ég er tiltölulega nýkominn að utan úr atvinnumennsku og vildi ekki vera að rífa þau [fjölskylduna] upp aftur. Þess utan þá fannst mér ég þurfa að gera aðeins meira hérna, þetta var ekki nógu gott í fyrra og við þurfum að gera betur en það,“ sagði Hlynur Bæringsson við Arnar Björnsson á blaðamannafundi Stjörnunnar í dag. Tímabilið sem er að klárast í Domino's deild karla hefur verið ákveðin vonbrigði hjá Garðarbæingum. Þeir lentu í sjöunda sæti deildarinnar og duttu út úr 8-liða úrslitum gegn ÍR. Hrafn Kristjánsson hefur látið af störfum sem þjálfari og Arnar Guðjónsson tekið við. „Það er mjög stórt fyrir okkur að fá Dag heim og nú eru tveir af okkar sterkustu byrjunarliðsmönnum úr Garðabænum og ég held að það sé mjög sterkt fyrir okkur og fyrir samfélagið.“ „Nýr þjálfari kemur með nýjar áherslur, hann er svolítið öðruvísi, svo það verða breytingar.“ „Ég held við getum sagt það strax að stefnan verður að gera betur. Það veltur svolítið á hvaða leikmenn við fáum, leikmannamál verða að heppnast vel og ef að það gengur þá stefnum við eins hátt og við getum, bara á toppinn og þess vegna titilinn.“ Hlynur sagðist handviss um það að fleiri leikmenn væru á leiðinni í Garðabæinn. „Ég bara veit ekki hverjir það verða.“ Ákvörðun Hlyns að halda áfram hjá Stjörnunni gefur vonir um að hann ætli sér einnig að halda áfram að spila með íslenska landsliðinu, en margir af eldri leikmönnum þess hafa tilkynnt það á síðustu misserum að landsliðsskórnir séu á leiðinni á hilluna. „Ég ætla að spila eitthvað áfram á meðan það er hægt að nota mig. Það eru landsliðsverkefni í sumar og ég ætla að reyna að hjálpa þeim ef ég næ að koma mér í almennilegt stand.“ „Ég ætla ekki að fara ef ég næ ekki að gera það, ég fer kannski í aðeins öðruvísi hlutverk, maður fer kannski að færa sig aðeins á bekkinn.“ Það síðasta sem sást til Hlyns Bæringssonar í Stjörnuliðinu í vetur var hið umtalaða höfuðhögg sem hann fékk frá Ryan Taylor í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Hann var ekki með í fjórða og síðasta leik seríunnar og þá voru Stjörnumenn farnir í sumarfrí. Hvernig er heilsan í dag? „Hún er ágæt. Ég var svolítið eftir mig eftir þetta en nú eru komnar einhverjar þrjár vikur síðan og ég hef það ágætt. Ég er ekkert byrjaður að æfa, er búinn að vera að slaka á. Það kemur svo í ljós þegar ég fer að æfa.“ „Það var svo mikil hræðsla í kringum þetta, með alla þessa menntuðu og ómenntuðu doktora út um allt þá var maður svolítið smeykur við þetta en ég vonast bara til þess að ég verði 100 prósent, ef ég verð ekki laminn illa í sumar,“ sagði Hlynur Bæringsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að skoða þyrfti viðbrögðin á keppnisstað í gær en Hlynur spilaði í rúman hálftíma eftir höggið. 23. mars 2018 11:30 Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Arnari Guðjónssyni, nýjum þjálfara Stjörnunnar, er gert að byggja upp nýtt lið á Stjörnumönnum til framtíðar. 6. apríl 2018 16:30 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48
Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að skoða þyrfti viðbrögðin á keppnisstað í gær en Hlynur spilaði í rúman hálftíma eftir höggið. 23. mars 2018 11:30
Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Arnari Guðjónssyni, nýjum þjálfara Stjörnunnar, er gert að byggja upp nýtt lið á Stjörnumönnum til framtíðar. 6. apríl 2018 16:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn