Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. apríl 2018 20:39 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómi í mars 2012. Vísir/Vilhelm Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá efnahagshruninu er fastur liður hjá blaðinu að kanna hvar helstu leikendur í því eru staddir í dag og hvað þeir eru að gera. Í viðtalinu kemur fram að Geir sé enn í áberandi stöðu fyrir landið sem sendiherra Íslands í Washington. Það sé ólíkt öðrum embættismönnum og forstjórum sem hafi látið lítið fyrir sér fara eftir bankahrunið. Hann segir þó í viðtalinu að hann taki ekki lengur ákvarðanirnar og að hann sé kominn í rólegra starf. Þá er rifjað upp samband íslenskra ráðamanna við Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, og að Brown hafi ásakað ríkisstjórn Geirs um að brjóta gegn lögum með ákvörðunum sínum. Geir hafi ávallt neitað því. Geir er einnig spurður út í þá ákvörðun Landsdóms um að sakfella hann fyrir að hafa ekki haldið nægilega marga ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál í aðdraganda kreppunnar. Segir hann að ákæran hafi verið af pólitískum toga. „Ákæran var pólitísk af hálfu þingsins. Þegar Lehman bankinn féll þá var ekki margt sem við gátum gert, það var allt að fara niður á við alls staðar,“ segir Geir í samtali við WSJ. Þá nefnir fyrrverandi forsætisráðherrann að fólk sem hafi átt þátt í hruninu hafi verið dæmt í fangelsi. „Maður spyr sig hvers vegna það gerðist ekki í Bandaríkjunum,“ segir hann. Landsdómur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá efnahagshruninu er fastur liður hjá blaðinu að kanna hvar helstu leikendur í því eru staddir í dag og hvað þeir eru að gera. Í viðtalinu kemur fram að Geir sé enn í áberandi stöðu fyrir landið sem sendiherra Íslands í Washington. Það sé ólíkt öðrum embættismönnum og forstjórum sem hafi látið lítið fyrir sér fara eftir bankahrunið. Hann segir þó í viðtalinu að hann taki ekki lengur ákvarðanirnar og að hann sé kominn í rólegra starf. Þá er rifjað upp samband íslenskra ráðamanna við Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, og að Brown hafi ásakað ríkisstjórn Geirs um að brjóta gegn lögum með ákvörðunum sínum. Geir hafi ávallt neitað því. Geir er einnig spurður út í þá ákvörðun Landsdóms um að sakfella hann fyrir að hafa ekki haldið nægilega marga ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál í aðdraganda kreppunnar. Segir hann að ákæran hafi verið af pólitískum toga. „Ákæran var pólitísk af hálfu þingsins. Þegar Lehman bankinn féll þá var ekki margt sem við gátum gert, það var allt að fara niður á við alls staðar,“ segir Geir í samtali við WSJ. Þá nefnir fyrrverandi forsætisráðherrann að fólk sem hafi átt þátt í hruninu hafi verið dæmt í fangelsi. „Maður spyr sig hvers vegna það gerðist ekki í Bandaríkjunum,“ segir hann.
Landsdómur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent