„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax“ Þórdís Valsdóttir skrifar 21. apríl 2018 15:02 Dagur B. Eggertsson kynnti konsningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag. Vísir/Ernir „Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent