Hester: Brotnaði niður þegar ég sagði þeim að ég myndi ekki spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2018 21:35 Hester studdi sína menn dyggilega á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Antonio Hester, Bandaríkjamaðurinn öflugi í liði Tindastóls, gat ekki spilað með liði sínu í kvöld vegna ökklameiðsla. Hann segist þó ætla að mæta tvíefldur til leiks á miðvikudag - hann hafi aðeins hvílt í kvöld vegna meiðslanna. En þrátt fyrir að hans nyti ekki við í kvöld vann Tindastóll afar sannfærandi 28 stigur á KR-ingum í kvöld, 98-70, og jöfnuðu þar með rimmuna í 1-1. Næsti leikur fer fram á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. „Akkurat núna er ég pínu orðlaus. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa stráka,“ sagði Hester eftir leikinn í kvöld en hann mátti sitja allan tímann á hliðarlínunni. „Ég ræddi við þá í gær og sagði þeim að ég myndi ekki geta spilað. Þá missti ég stjórn á tilfinningunum mínum og brotnaði niður. En ég lét þá líka vita að ég hef trú á þeim. Ég veit hvað þeir geta,“ sagði hann enn fremur. „Ég sá hvað þeir gátu í fyrra og þess vegna kom ég aftur. Ég veit að þessir strákar geta unnið leiki eins og þessa. Þeir eru frábærir leikmenn og ég naut þess að koma hingað á sterkan útivöll og vinna þennan leik.“ Hester sagði alveg ljóst að hann myndi spila í þessari rimmu. Hann væri ekki búinn að stimpla sig út. „Alls ekki. Þetta var bara smá bakslag hjá mér. Ég hef verið að glíma við meiðsli í allan vetur. Ég meiddist í leik gegn Keflavík og hef ekki verið 100 prósent síðan. En ég ætla að halda áfram að berjast, allir vita að ég gefst aldrei upp. En það var ákveðið að ég myndi hvíla í þessum leik svo ég gæti verið klár fyrir þann næsta.“ Hester sagði að leikmenn Tindastóls hefðu lagt allt í sölurnar í kvöld. „Þeir sýndu hversu öflugir við erum í Tindastóli. Við viljum spila öfluga liðsvörn og það gerðum við í kvöld. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Nú fögnum við þessum sigri en svo höldum við áfram. Þetta er bara byrjunin.“ Helgi Rafn Viggósson fór fyrir Tindastóli í kvöld og Hester hló þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á frammistöðu Helga í kvöld. „Hann lætur mann finna fyrir því á hverri einustu æfingu. Hann er alltaf svona. Þetta er minn maður,“ sagði Hester og hló. „Ég nýt þess að spila með honum og ég elska það sem hann hefur fram að færa.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00 Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Antonio Hester, Bandaríkjamaðurinn öflugi í liði Tindastóls, gat ekki spilað með liði sínu í kvöld vegna ökklameiðsla. Hann segist þó ætla að mæta tvíefldur til leiks á miðvikudag - hann hafi aðeins hvílt í kvöld vegna meiðslanna. En þrátt fyrir að hans nyti ekki við í kvöld vann Tindastóll afar sannfærandi 28 stigur á KR-ingum í kvöld, 98-70, og jöfnuðu þar með rimmuna í 1-1. Næsti leikur fer fram á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. „Akkurat núna er ég pínu orðlaus. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa stráka,“ sagði Hester eftir leikinn í kvöld en hann mátti sitja allan tímann á hliðarlínunni. „Ég ræddi við þá í gær og sagði þeim að ég myndi ekki geta spilað. Þá missti ég stjórn á tilfinningunum mínum og brotnaði niður. En ég lét þá líka vita að ég hef trú á þeim. Ég veit hvað þeir geta,“ sagði hann enn fremur. „Ég sá hvað þeir gátu í fyrra og þess vegna kom ég aftur. Ég veit að þessir strákar geta unnið leiki eins og þessa. Þeir eru frábærir leikmenn og ég naut þess að koma hingað á sterkan útivöll og vinna þennan leik.“ Hester sagði alveg ljóst að hann myndi spila í þessari rimmu. Hann væri ekki búinn að stimpla sig út. „Alls ekki. Þetta var bara smá bakslag hjá mér. Ég hef verið að glíma við meiðsli í allan vetur. Ég meiddist í leik gegn Keflavík og hef ekki verið 100 prósent síðan. En ég ætla að halda áfram að berjast, allir vita að ég gefst aldrei upp. En það var ákveðið að ég myndi hvíla í þessum leik svo ég gæti verið klár fyrir þann næsta.“ Hester sagði að leikmenn Tindastóls hefðu lagt allt í sölurnar í kvöld. „Þeir sýndu hversu öflugir við erum í Tindastóli. Við viljum spila öfluga liðsvörn og það gerðum við í kvöld. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Nú fögnum við þessum sigri en svo höldum við áfram. Þetta er bara byrjunin.“ Helgi Rafn Viggósson fór fyrir Tindastóli í kvöld og Hester hló þegar blaðamaður spurði hann um álit hans á frammistöðu Helga í kvöld. „Hann lætur mann finna fyrir því á hverri einustu æfingu. Hann er alltaf svona. Þetta er minn maður,“ sagði Hester og hló. „Ég nýt þess að spila með honum og ég elska það sem hann hefur fram að færa.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00 Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 70-98 | Stólarnir svöruðu með stæl Ótrúleg barátta Tindastóls þrátt fyrir meiðsli lykilmanna tryggði Sauðkrækingum ótrúlegan yfirburðasigur á KR-ingum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitliinn er nú 1-1. 22. apríl 2018 22:00
Hester ekki með Tindastóli Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester verður ekki með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos deildar karla í kvöld. 22. apríl 2018 18:51