Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2018 00:04 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam. Instagram @haffilogi Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00