Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni til Svíþjóðar. Lögreglan á Suðurnesjum Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49