Þristurinn yfir hafið í fyrsta sinn í þrettán ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2018 08:00 Þristurinn hefur undanfarin ár verið geymdur á Flugsafni Akureyrar yfir vetrartímann. Hann verður geymdur þar áfram. Vísir/Heiða Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira