Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Landspítalinn mun koma til með að þurfa að forgangsraða rýmum og þjónustu. Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt að fresta fæðingum. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengi. Við verðum að tryggja þjónustu og þjónusta verður ekki tryggð nema með fagfólki,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður tilkynntu um helgina að þær myndu ekki halda áfram sinni þjónustu meðan samningar nást ekki við Sjúkratryggingar Íslands um hana. Skerðing heimaþjónustunnar hófst í fyrradag. Um leið og þetta var ljóst fól velferðarráðuneytið Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur sem áður var í höndum sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn muni sinna verkefninu eftir bestu getu þar til deilan leysist. Staðan muni skapa mikinn vanda sem bætist við þann vanda sem fyrir er vegna kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa hjá okkur hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Enn sem komið er finnum við ekki fyrir því. Við bindum vonir við að það verði búið að semja áður en til þess kemur,“ segir Sigríður. Afleiðingar þeirrar stöðu sem er komin upp er sú að Landspítalinn mun þurfa að forgangsraða þegar kemur að þjónustu og rýmum. Veikar konur og börn munu vera í forgangi þar. Því gæti sú staða komið upp að senda þurfi aðrar nýbakaðar mæður fyrr heim til sín en ella. Þeim yrði þá bent á að leita á heilsugæslu varðandi eftirfylgni. „Fyrirkomulagið eins og það hefur verið hefur gefist mjög vel. Flestar konur hafa getað farið fljótt heim og fengið þjónustu heima. Þessi staða gæti þýtt að þær þurfi að vera lengur hjá okkur. Það er viðbúið að það fyllist fljótt hér hjá okkur,“ segir Sigríður. Landspítalinn er ekki aðili að deilunum sem standa yfir. Spítalinn leggur ofuráherslu á að það sé hlutverk samningsaðila að sýna ábyrgð og leysa þann ágreining sem ríkir. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara á morgun en undanfarnar vikur hefur verið fundað án árangurs. Enn virðist langt á milli deiluaðila. Ástandið er að mörgu leyti eldfimt enda stutt síðan bundinn var endir á verkfall ljósmæðra með gerðardómi. „Við þurfum að hafa fullnuma fólk á öllum póstum hjá okkur. Það er nauðsynlegt að það séu virkir samningar fyrir þá aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Allar kjaradeilur setja þjónustuna í ákveðið uppnám. Samningsaðilar þurfa að sýna ábyrgð til að tryggja að það gerist ekki,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Það er ekki hægt að fresta fæðingum. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengi. Við verðum að tryggja þjónustu og þjónusta verður ekki tryggð nema með fagfólki,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu við nýbakaðar mæður tilkynntu um helgina að þær myndu ekki halda áfram sinni þjónustu meðan samningar nást ekki við Sjúkratryggingar Íslands um hana. Skerðing heimaþjónustunnar hófst í fyrradag. Um leið og þetta var ljóst fól velferðarráðuneytið Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur sem áður var í höndum sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn muni sinna verkefninu eftir bestu getu þar til deilan leysist. Staðan muni skapa mikinn vanda sem bætist við þann vanda sem fyrir er vegna kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands.Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa hjá okkur hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Enn sem komið er finnum við ekki fyrir því. Við bindum vonir við að það verði búið að semja áður en til þess kemur,“ segir Sigríður. Afleiðingar þeirrar stöðu sem er komin upp er sú að Landspítalinn mun þurfa að forgangsraða þegar kemur að þjónustu og rýmum. Veikar konur og börn munu vera í forgangi þar. Því gæti sú staða komið upp að senda þurfi aðrar nýbakaðar mæður fyrr heim til sín en ella. Þeim yrði þá bent á að leita á heilsugæslu varðandi eftirfylgni. „Fyrirkomulagið eins og það hefur verið hefur gefist mjög vel. Flestar konur hafa getað farið fljótt heim og fengið þjónustu heima. Þessi staða gæti þýtt að þær þurfi að vera lengur hjá okkur. Það er viðbúið að það fyllist fljótt hér hjá okkur,“ segir Sigríður. Landspítalinn er ekki aðili að deilunum sem standa yfir. Spítalinn leggur ofuráherslu á að það sé hlutverk samningsaðila að sýna ábyrgð og leysa þann ágreining sem ríkir. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara á morgun en undanfarnar vikur hefur verið fundað án árangurs. Enn virðist langt á milli deiluaðila. Ástandið er að mörgu leyti eldfimt enda stutt síðan bundinn var endir á verkfall ljósmæðra með gerðardómi. „Við þurfum að hafa fullnuma fólk á öllum póstum hjá okkur. Það er nauðsynlegt að það séu virkir samningar fyrir þá aðila sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Allar kjaradeilur setja þjónustuna í ákveðið uppnám. Samningsaðilar þurfa að sýna ábyrgð til að tryggja að það gerist ekki,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við ljósmæður Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi kjaradeilu ljósmæðra. 24. apríl 2018 17:25
Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00