Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 25. apríl 2018 17:57 Frá lögreglunni á Akureyri. vísir/pjetur Ákæra hefur verið gefin út á hendur boccia-þjálfara á Akureyri fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda sínum. RÚV greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt frétt RÚV var lögð fram kæra árið 2016 fyrir brot árið 2015. Héraðssaksónari sendi málið aftur í framhaldsrannsókn til lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Embætti héraðssaksóknara staðfesti við Vísi að ákæra fyrir kynferðisbrot hefði verið gefin út og málið sent Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudaginn. Ekki fengust upplýsingar um hvort ákært væri fyrir nauðgun eða annars konar kynferðisbrot. Ákæran hefur ekki verið birt en búið er að tilkynna hana bæði manninum og brotaþolanum. Móðir iðkanda ákærð fyrir líflátshótun Þjálfarinn er ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu með þroskaskerðingu en konan var iðkandi hjá honum á þeim tíma. Móðir annars iðkanda sem er einnig þroskaskert hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfaranum, henni var birt ákæran í síðustu viku. Þegar konan varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Móðirin lýsti furðu og vonbrigðum með að hún væri ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ sagði móðirin um ákæruna. Útvegaði konunum húsnæði Maðurinn mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur í íþróttinni og nýtt sér þær kynferðislega í ljósi þess að hann var í yfirburðastöðu gagnvart þeim. Hann hefur sem dæmi útvegað konunum húsnæði og með því tryggt aðgang sinn að þeim. Maðurinn hefur verið þjálfari á Akureyri í mörg ár og hann er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri iðkendum sínum. Hann hefur verið áminntur fyrir óviðeigandi hegðun gegn iðkanda sínum á móti og fékk réttargæslumaður fatlaðra á Akureyri málið inn á sitt borð. Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Ákæra hefur verið gefin út á hendur boccia-þjálfara á Akureyri fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda sínum. RÚV greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt frétt RÚV var lögð fram kæra árið 2016 fyrir brot árið 2015. Héraðssaksónari sendi málið aftur í framhaldsrannsókn til lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Embætti héraðssaksóknara staðfesti við Vísi að ákæra fyrir kynferðisbrot hefði verið gefin út og málið sent Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudaginn. Ekki fengust upplýsingar um hvort ákært væri fyrir nauðgun eða annars konar kynferðisbrot. Ákæran hefur ekki verið birt en búið er að tilkynna hana bæði manninum og brotaþolanum. Móðir iðkanda ákærð fyrir líflátshótun Þjálfarinn er ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu með þroskaskerðingu en konan var iðkandi hjá honum á þeim tíma. Móðir annars iðkanda sem er einnig þroskaskert hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfaranum, henni var birt ákæran í síðustu viku. Þegar konan varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Móðirin lýsti furðu og vonbrigðum með að hún væri ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ sagði móðirin um ákæruna. Útvegaði konunum húsnæði Maðurinn mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur í íþróttinni og nýtt sér þær kynferðislega í ljósi þess að hann var í yfirburðastöðu gagnvart þeim. Hann hefur sem dæmi útvegað konunum húsnæði og með því tryggt aðgang sinn að þeim. Maðurinn hefur verið þjálfari á Akureyri í mörg ár og hann er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri iðkendum sínum. Hann hefur verið áminntur fyrir óviðeigandi hegðun gegn iðkanda sínum á móti og fékk réttargæslumaður fatlaðra á Akureyri málið inn á sitt borð.
Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent