Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 04:59 Vísir/Getty Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru „algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. Þetta er niðurstaða fundar í gærkvöld, þar sem ljósmæður ræddu samningsdrögin sem unnin voru fyrr um daginn. Í rökstuðningi sínum segja ljósmæður að í drögunum leggi heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur „til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu,“ eins og það er orðað í tilkynningu. „Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti. Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar,“ segja ljósmæður. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalnum sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa í þeirra röðum hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Þar er nú í gildi neyðaráætlun vegna aðgerða ljósmæðra en áður höfðu allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu lagt niður störf. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00 Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru „algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. Þetta er niðurstaða fundar í gærkvöld, þar sem ljósmæður ræddu samningsdrögin sem unnin voru fyrr um daginn. Í rökstuðningi sínum segja ljósmæður að í drögunum leggi heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur „til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu,“ eins og það er orðað í tilkynningu. „Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti. Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar,“ segja ljósmæður. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalnum sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa í þeirra röðum hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Þar er nú í gildi neyðaráætlun vegna aðgerða ljósmæðra en áður höfðu allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu lagt niður störf.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00 Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00
Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04
Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00