49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 11:00 Oleg Salenko skorar eitt af fimm mörkum sínum. vísir/getty HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn