49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 11:00 Oleg Salenko skorar eitt af fimm mörkum sínum. vísir/getty HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30