SKAM Austin og Skins gildran Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. apríl 2018 11:15 Þættirnir fylgja Megan og lífi hennar í Austin Texas. Skjáskot Þættirnir SKAM Austin hófu göngu sína í vikunni. Þættirnir eru, eins og nafnið gefur í skyn, byggðir á hinum geysivinsælu norsku unglingaþáttum SKAM. Líkt og norska fyrirmyndin birtast þættirnir á netinu í „rauntíma“ og inn á milli geta áhorfendur fylgst með samskiptum persóna í gegnum Instagram og önnur samskipti sem birt eru á vefnum. Norsku þættirnir nutu gríðarlega vinsælda um allan heim en hættu óvænt eftir fjórar þáttaraðir á hátindi vinsældanna. Í kjölfarið var tilkynnt að þættirnir yrðu endurgerðir fyrir bandarískan markað. Julie Andem, heilinn á bak við SKAM kemur einnig að SKAM Austin og gerast þættirnir, eins og nafnið gefur til kynna, í borginni Austin í Texas. Líkt og norsku þættirnir byggir SKAM Austin á raunveruleika alvöru unglinga, en undirbúningsvinnan var meðal annars að taka viðtöl við bandaríska unglinga til að fá innsýn í þeirra raunveruleika. I think, I’m in love A post shared by Megan Flores (@meglovessmoothies) on Mar 28, 2018 at 7:00am PDTVinsældir og vinkonuvesen Aðalpersóna fyrstu seríu SKAM Austin er Megan Flores, og virðist persónan vera byggð á Evu í norsku útgáfunni. Megan gengur í framhaldsskóla og virðist eiga að einhverju leyti erfitt með námið. Í fyrstu þáttunum hitta áhorfendur Marlon, kærasta Megan sem er upprennandi tónlistarmaður ásamt vinum sínum Shay og Tyler. Þá er einnig ýjað að því að Megan hafi einu sinni verið vinkona stúlku sem heitir Abby og ef rennt er í gegnum Instagram aðgang Megan sjást þær stöllur saman í fullum skrúða í danshóp skólans, the Kittens. Raunveruleiki bandarískra unglinga er vissulega eitthvað sem hefur áður komið fyrir sjónir sjónvarpsáhorfenda enda snúast margir vinsælustu sjónvarpsþátta allra tíma um lífið í framhaldsskólum vestanhafs. Bandarískur hreimur og drama í matsalnum SKAM Austin fylgir óhjákvæmilegt menningarsjokk eftir að hafa horft á norsku hliðstæðuna. Persónurnar tala allar með þykkum bandarískum hreim, lífið í skólanum snýst um að skara fram úr til að komast inn í réttan skóla eða með hverjum þú situr í matsalnum. Hvort þú komist inn í réttan klúbb og hvernig þú aflar þér vinsælda. Það er því forvitnilegt að sjá hvernig SKAM Austin tæklar hversdagsvandamál persónanna eins og upprunalegu þættirnir gerðu eða hvort að staðalímynd hins bandaríska háskólanema sé raunsönn. Það hefur reynst varasamt að endurgera vinsæla unglingaþætti fyrir bandarískan markað. Sem dæmi má nefna bresku þættina Skins. Þættirnir nutu mikilla vinsælda og tækluðu erfið vandamál unglinga, svo sem eiturlyfjanotkun, átraskanir og kynlíf. Ungir leikarar fengu tækifæri og ættu Íslendingar til dæmis að þekkja Hannah Murray og Joe Dempsie sem fara með hlutverk Gilly og Gendry í Game of Thrones. Þá hefur Dev Patel verið tilnefndur til Óskarsverðlauna eftir að hafa slegið fyrst í gegn í bresku útgáfunni. Skins voru svo endurgerðir fyrir bandarískan markað af MTV en framleiðslu þeirra var hætt eftir eina þáttaröð. Bæði vegna þess hversu lélegt áhorf þættirnir fengu og þá þótti umdeilt vestanhafs hversu kynferðislegir þættirnir voru, enda gilda strangari reglur í Bandaríkjunum um hvað má sýna í sjónvarpi en víða annars staðar. Bandaríska endurgerðin er ekki sú eina sem hefur verið gerð af SKAM. Til dæmis er búið að endurgera þættina í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu.Áhugasamir geta fylgst með SKAM Austin á Facebook. Tengdar fréttir Bandaríski Skam frumsýndur á þriðjudaginn Fyrsti hluti bandarísku útgáfunnar af Skam verður birtur á þriðjudaginn í næstu viku klukkan 20:40 á efnisveitunni Facebook Watch. 19. apríl 2018 14:59 Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum. 12. janúar 2017 12:30 Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Arftaki SKAM var óvænt frumsýndur um helgina Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir voru ekkert auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu. 16. apríl 2018 15:02 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þættirnir SKAM Austin hófu göngu sína í vikunni. Þættirnir eru, eins og nafnið gefur í skyn, byggðir á hinum geysivinsælu norsku unglingaþáttum SKAM. Líkt og norska fyrirmyndin birtast þættirnir á netinu í „rauntíma“ og inn á milli geta áhorfendur fylgst með samskiptum persóna í gegnum Instagram og önnur samskipti sem birt eru á vefnum. Norsku þættirnir nutu gríðarlega vinsælda um allan heim en hættu óvænt eftir fjórar þáttaraðir á hátindi vinsældanna. Í kjölfarið var tilkynnt að þættirnir yrðu endurgerðir fyrir bandarískan markað. Julie Andem, heilinn á bak við SKAM kemur einnig að SKAM Austin og gerast þættirnir, eins og nafnið gefur til kynna, í borginni Austin í Texas. Líkt og norsku þættirnir byggir SKAM Austin á raunveruleika alvöru unglinga, en undirbúningsvinnan var meðal annars að taka viðtöl við bandaríska unglinga til að fá innsýn í þeirra raunveruleika. I think, I’m in love A post shared by Megan Flores (@meglovessmoothies) on Mar 28, 2018 at 7:00am PDTVinsældir og vinkonuvesen Aðalpersóna fyrstu seríu SKAM Austin er Megan Flores, og virðist persónan vera byggð á Evu í norsku útgáfunni. Megan gengur í framhaldsskóla og virðist eiga að einhverju leyti erfitt með námið. Í fyrstu þáttunum hitta áhorfendur Marlon, kærasta Megan sem er upprennandi tónlistarmaður ásamt vinum sínum Shay og Tyler. Þá er einnig ýjað að því að Megan hafi einu sinni verið vinkona stúlku sem heitir Abby og ef rennt er í gegnum Instagram aðgang Megan sjást þær stöllur saman í fullum skrúða í danshóp skólans, the Kittens. Raunveruleiki bandarískra unglinga er vissulega eitthvað sem hefur áður komið fyrir sjónir sjónvarpsáhorfenda enda snúast margir vinsælustu sjónvarpsþátta allra tíma um lífið í framhaldsskólum vestanhafs. Bandarískur hreimur og drama í matsalnum SKAM Austin fylgir óhjákvæmilegt menningarsjokk eftir að hafa horft á norsku hliðstæðuna. Persónurnar tala allar með þykkum bandarískum hreim, lífið í skólanum snýst um að skara fram úr til að komast inn í réttan skóla eða með hverjum þú situr í matsalnum. Hvort þú komist inn í réttan klúbb og hvernig þú aflar þér vinsælda. Það er því forvitnilegt að sjá hvernig SKAM Austin tæklar hversdagsvandamál persónanna eins og upprunalegu þættirnir gerðu eða hvort að staðalímynd hins bandaríska háskólanema sé raunsönn. Það hefur reynst varasamt að endurgera vinsæla unglingaþætti fyrir bandarískan markað. Sem dæmi má nefna bresku þættina Skins. Þættirnir nutu mikilla vinsælda og tækluðu erfið vandamál unglinga, svo sem eiturlyfjanotkun, átraskanir og kynlíf. Ungir leikarar fengu tækifæri og ættu Íslendingar til dæmis að þekkja Hannah Murray og Joe Dempsie sem fara með hlutverk Gilly og Gendry í Game of Thrones. Þá hefur Dev Patel verið tilnefndur til Óskarsverðlauna eftir að hafa slegið fyrst í gegn í bresku útgáfunni. Skins voru svo endurgerðir fyrir bandarískan markað af MTV en framleiðslu þeirra var hætt eftir eina þáttaröð. Bæði vegna þess hversu lélegt áhorf þættirnir fengu og þá þótti umdeilt vestanhafs hversu kynferðislegir þættirnir voru, enda gilda strangari reglur í Bandaríkjunum um hvað má sýna í sjónvarpi en víða annars staðar. Bandaríska endurgerðin er ekki sú eina sem hefur verið gerð af SKAM. Til dæmis er búið að endurgera þættina í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu.Áhugasamir geta fylgst með SKAM Austin á Facebook.
Tengdar fréttir Bandaríski Skam frumsýndur á þriðjudaginn Fyrsti hluti bandarísku útgáfunnar af Skam verður birtur á þriðjudaginn í næstu viku klukkan 20:40 á efnisveitunni Facebook Watch. 19. apríl 2018 14:59 Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum. 12. janúar 2017 12:30 Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Arftaki SKAM var óvænt frumsýndur um helgina Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir voru ekkert auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu. 16. apríl 2018 15:02 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski Skam frumsýndur á þriðjudaginn Fyrsti hluti bandarísku útgáfunnar af Skam verður birtur á þriðjudaginn í næstu viku klukkan 20:40 á efnisveitunni Facebook Watch. 19. apríl 2018 14:59
Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum. 12. janúar 2017 12:30
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04
Arftaki SKAM var óvænt frumsýndur um helgina Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna, þeir voru ekkert auglýstir, og kom útgáfa þeirra Norðmönnum í opna skjöldu. 16. apríl 2018 15:02