„Það þarf að spila mótið, ræðst ekkert af spánni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 16:00 Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Valur ver Íslandsmeistaratitil sinn og Stjarnan heldur öðru sætinu samkvæmt spá sérfræðinganna. „Ég held það sé ekkert óeðlilegt að Val sé spáð 1. sæti. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir fara inn í þetta mót til að vinna bæði deild og bikar. Það sem ég bíð spenntastur eftir með Val er eru þeir líka að stefna eins langt í Evrópukeppninni?“ spyr Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Stjörnumenn þurfa að hafa mikið fyrir því að keppa við Val í sumar ef þeir ætla sér einhverja stærri hluti en annað sætið. Þeir eru með lítið breytt lið, sama þjálfara og það er komin góð rútína á allt það sem þeir eru að gera,“ var sérfræðiálit Freys Alexanderssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Meisturum hefur yfirleitt verið spáð góðu gengi árið eftir, en það þarf að spila mótið, það ræðst ekkert í þessari spá, en við erum með fínt lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Ég held að deildin verði bara mjög fín. Það eru 5-6 lið sem eru mjög öflug og gera öll tilkall til þess að verða meistarar. Það er alltaf eitthvað óvænt en ég sé það ekki alveg.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði spána vera eðlilega miðað við gengi liðsins. „Við erum búnir að vera í öðru sæti síðastliðin tvö ár, erum með mikinn stöðugleika í okkar leikmannahóp og liði, litlar breytingar sem er mjög gott.“ „Ég held þetta verði mjög jöfn deild, það er ekkert sjálfgefið í þessu. Deildin og liðin eru orðin virkilega sterk, vel þjálfuð og fá meiri upplýsingar um andstæðingana, meiri umgjörð um liðin en oft áður,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Val og Stjörnuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00 Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30 „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Valur ver Íslandsmeistaratitil sinn og Stjarnan heldur öðru sætinu samkvæmt spá sérfræðinganna. „Ég held það sé ekkert óeðlilegt að Val sé spáð 1. sæti. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir fara inn í þetta mót til að vinna bæði deild og bikar. Það sem ég bíð spenntastur eftir með Val er eru þeir líka að stefna eins langt í Evrópukeppninni?“ spyr Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Stjörnumenn þurfa að hafa mikið fyrir því að keppa við Val í sumar ef þeir ætla sér einhverja stærri hluti en annað sætið. Þeir eru með lítið breytt lið, sama þjálfara og það er komin góð rútína á allt það sem þeir eru að gera,“ var sérfræðiálit Freys Alexanderssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Meisturum hefur yfirleitt verið spáð góðu gengi árið eftir, en það þarf að spila mótið, það ræðst ekkert í þessari spá, en við erum með fínt lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Ég held að deildin verði bara mjög fín. Það eru 5-6 lið sem eru mjög öflug og gera öll tilkall til þess að verða meistarar. Það er alltaf eitthvað óvænt en ég sé það ekki alveg.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði spána vera eðlilega miðað við gengi liðsins. „Við erum búnir að vera í öðru sæti síðastliðin tvö ár, erum með mikinn stöðugleika í okkar leikmannahóp og liði, litlar breytingar sem er mjög gott.“ „Ég held þetta verði mjög jöfn deild, það er ekkert sjálfgefið í þessu. Deildin og liðin eru orðin virkilega sterk, vel þjálfuð og fá meiri upplýsingar um andstæðingana, meiri umgjörð um liðin en oft áður,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Val og Stjörnuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00 Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30 „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00
Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30
„Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30
Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00
Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45