„Það þarf að spila mótið, ræðst ekkert af spánni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 16:00 Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Valur ver Íslandsmeistaratitil sinn og Stjarnan heldur öðru sætinu samkvæmt spá sérfræðinganna. „Ég held það sé ekkert óeðlilegt að Val sé spáð 1. sæti. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir fara inn í þetta mót til að vinna bæði deild og bikar. Það sem ég bíð spenntastur eftir með Val er eru þeir líka að stefna eins langt í Evrópukeppninni?“ spyr Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Stjörnumenn þurfa að hafa mikið fyrir því að keppa við Val í sumar ef þeir ætla sér einhverja stærri hluti en annað sætið. Þeir eru með lítið breytt lið, sama þjálfara og það er komin góð rútína á allt það sem þeir eru að gera,“ var sérfræðiálit Freys Alexanderssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Meisturum hefur yfirleitt verið spáð góðu gengi árið eftir, en það þarf að spila mótið, það ræðst ekkert í þessari spá, en við erum með fínt lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Ég held að deildin verði bara mjög fín. Það eru 5-6 lið sem eru mjög öflug og gera öll tilkall til þess að verða meistarar. Það er alltaf eitthvað óvænt en ég sé það ekki alveg.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði spána vera eðlilega miðað við gengi liðsins. „Við erum búnir að vera í öðru sæti síðastliðin tvö ár, erum með mikinn stöðugleika í okkar leikmannahóp og liði, litlar breytingar sem er mjög gott.“ „Ég held þetta verði mjög jöfn deild, það er ekkert sjálfgefið í þessu. Deildin og liðin eru orðin virkilega sterk, vel þjálfuð og fá meiri upplýsingar um andstæðingana, meiri umgjörð um liðin en oft áður,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Val og Stjörnuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00 Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30 „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Valur ver Íslandsmeistaratitil sinn og Stjarnan heldur öðru sætinu samkvæmt spá sérfræðinganna. „Ég held það sé ekkert óeðlilegt að Val sé spáð 1. sæti. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir fara inn í þetta mót til að vinna bæði deild og bikar. Það sem ég bíð spenntastur eftir með Val er eru þeir líka að stefna eins langt í Evrópukeppninni?“ spyr Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Stjörnumenn þurfa að hafa mikið fyrir því að keppa við Val í sumar ef þeir ætla sér einhverja stærri hluti en annað sætið. Þeir eru með lítið breytt lið, sama þjálfara og það er komin góð rútína á allt það sem þeir eru að gera,“ var sérfræðiálit Freys Alexanderssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Meisturum hefur yfirleitt verið spáð góðu gengi árið eftir, en það þarf að spila mótið, það ræðst ekkert í þessari spá, en við erum með fínt lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Ég held að deildin verði bara mjög fín. Það eru 5-6 lið sem eru mjög öflug og gera öll tilkall til þess að verða meistarar. Það er alltaf eitthvað óvænt en ég sé það ekki alveg.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði spána vera eðlilega miðað við gengi liðsins. „Við erum búnir að vera í öðru sæti síðastliðin tvö ár, erum með mikinn stöðugleika í okkar leikmannahóp og liði, litlar breytingar sem er mjög gott.“ „Ég held þetta verði mjög jöfn deild, það er ekkert sjálfgefið í þessu. Deildin og liðin eru orðin virkilega sterk, vel þjálfuð og fá meiri upplýsingar um andstæðingana, meiri umgjörð um liðin en oft áður,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Val og Stjörnuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00 Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30 „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00
Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30
„Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30
Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00
Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45