Fótbolti

Zlatan staðfestir að hann spili ekki með Svíum á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan hefur aðboðað sig frá HM, að minnsta kosti sem leikmaður.
Zlatan hefur aðboðað sig frá HM, að minnsta kosti sem leikmaður. vísir/afp
Zlatan Ibrahimovic, skærasta knattspyrnustjarna Svía fyrr og síðar, mun ekki spila með liðinu á HM í Rússlandi í sumar eins og einhverjir hefðu vonst eftir.

Þessi 36 ára gamli framherji sagði á dögunum að hann myndi mæta á mótið en gaf ekki upp í hvaða búningi hann yrði þar. Hvort að hann yrði þar sem leikmaður, sparkspekingur eða einfaldlega áhorfandi.

„Ég talaði við Zlatan á þriðjudaginn og hann tilkynnti okkur að hann hafi ekki breytt skoðun sinni um landsliðið. Það er enn nei,” sagði Lars Richt, formaður sænska knattspyrnusambandsins.

Zlatan hætti að spila fyrir landsliðið eftir EM 2016 en hann skoraði 62 mörk í 116 leikjum fyrir landsliðið og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum; 2002 og 2006.

Nú spilar hann í Bandaríkjunum með LA Galaxy þar sem hann hefur byrjað vel eftir erfið hnémeiðsli hjá Man. Utd. Vonir knattspyrnuáhugamanna um að sjá Zlatan á HM eru þó úr sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×