„Við gerum þetta sem stuðning við kjarabaráttu ljósmæðra,“ sagði ljósmóðir á Akureyri í samtali við Vísi í kvöld. Þetta tekur gildi strax á morgun en ljósmæður telja að þetta geti haft áhrif á starfsemi sjúkrahússins, ef ekki verður samið fljótlega.
Hún segir ljósmæðurnar verulega vonsviknar með það hversu hægt hefur gengið að semja.
„Það er einhvern vegin ekkert að gerast.“
Það mun svo koma í ljós hvort ljósmæður á Akureyri fari í frekari aðgerðir ef samningaviðræðurnar dragast mikið á langinn. Í kringum 20 ljósmæður starfa á sjúkrahúsinu á Akureyri í dag.
Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld er kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli.
Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, þar sem sjálfstæðar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu lögðu niður störf í vikunni þar sem þær eru enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands.
Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást

Tengdar fréttir

Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum
Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni.

Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun
Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni.

Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum
Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra.