Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 09:18 Andie Nordgren hefur verið yfirframleiðandi EVE Online frá árinu 2014. Vísir/ANton Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. Í færslu sem hún birti á spjallborði leiksins, og reifuð er á Polygon, segir Nordgren að fjölskylduástæður búi að baki ákvörðuninni. Ferðinni sé heitið til Svíþjóðar þar sem hún ætlar sér að ala upp börnin sín, nálægt restinni af fjölskyldunni. „Ég vildi að ég gæti verið á tveimur stöðum í einu,“ skrifar Nordgren. „Ég hef mikla ástríðu fyrir EVE og framtíð leiksins og það er með miklum trega sem ég yfirgef CCP, EVE Online og Ísland.“ Í færslu sinni segist hún jafnframt bera fullt traust til allra hinna hæfileikaríku starfsmanna CCP og að þeir njóti stuðnings Hilmars Veigars Péturssonar, forstjóra CCP. Nordgren hefur unnið við framleiðslu EVE í átta ár og var útnefnd yfirframleiðandi leiksins árið 2014. Hún hefur verið í framlínu fyrirtækisins allar götur síðan og var það meðal annars Nordgren sem tilkynnti heimsbyggðinni að spilun EVE yrði ókeypis árið 2016. Á Twitter-síðu sinni segist Nordgren þó ekki vera búin að segja skilið við tölvuleikjabransann fyrir fullt og allt. Hún muni fljótlega hefja störf fyrir tölvuleikjaframleiðandann Unity, sem er með aðsetur í Kaupmannahöfn. EVE Online mun fagna 15 ára afmæli í maí.Some personal news - moving to Sweden with the family in July! Sad to leave Iceland and CCP after 8 amazing years, but very excited to join Unity in Copenhagen! Friends and family in the area - see you soon! pic.twitter.com/UbkQCN9pzG— Andie Nordgren (@nordgren) April 26, 2018 Vistaskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. Í færslu sem hún birti á spjallborði leiksins, og reifuð er á Polygon, segir Nordgren að fjölskylduástæður búi að baki ákvörðuninni. Ferðinni sé heitið til Svíþjóðar þar sem hún ætlar sér að ala upp börnin sín, nálægt restinni af fjölskyldunni. „Ég vildi að ég gæti verið á tveimur stöðum í einu,“ skrifar Nordgren. „Ég hef mikla ástríðu fyrir EVE og framtíð leiksins og það er með miklum trega sem ég yfirgef CCP, EVE Online og Ísland.“ Í færslu sinni segist hún jafnframt bera fullt traust til allra hinna hæfileikaríku starfsmanna CCP og að þeir njóti stuðnings Hilmars Veigars Péturssonar, forstjóra CCP. Nordgren hefur unnið við framleiðslu EVE í átta ár og var útnefnd yfirframleiðandi leiksins árið 2014. Hún hefur verið í framlínu fyrirtækisins allar götur síðan og var það meðal annars Nordgren sem tilkynnti heimsbyggðinni að spilun EVE yrði ókeypis árið 2016. Á Twitter-síðu sinni segist Nordgren þó ekki vera búin að segja skilið við tölvuleikjabransann fyrir fullt og allt. Hún muni fljótlega hefja störf fyrir tölvuleikjaframleiðandann Unity, sem er með aðsetur í Kaupmannahöfn. EVE Online mun fagna 15 ára afmæli í maí.Some personal news - moving to Sweden with the family in July! Sad to leave Iceland and CCP after 8 amazing years, but very excited to join Unity in Copenhagen! Friends and family in the area - see you soon! pic.twitter.com/UbkQCN9pzG— Andie Nordgren (@nordgren) April 26, 2018
Vistaskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira