Þjálfari ÍBV: Árás starfsmanns HSÍ sennilega haft áhrif á aðra starfsmenn HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2018 11:13 Arnar segir sínum mönnum til. vísir/eyþór Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, vandar Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Facebook í morgun. Arnar er afar ósáttur við að leikmaður hans, Magnús Stefánsson, hafi fengið tveggja leikja bann fyrir brot í leik ÍBV og Hauka á dögunum. Þjálfarinn bendir á að Magnús hafi leikið yfir 500 leiki á ferlinum og aldrei fengið rautt spjald áður.„Það er því með ólíkindum að þegar Maggi Stef fær sitt fyrsta beina rauða spjald skuli HSÍ dæma hann í tveggja leikja bann og það að mér vitandi, fyrstan af öllum í Olís deild karla þetta árið fyrir brot. Þið vitið Olísdeildinni þar sem spilaður er handbolti og einn sló annan í punginn um daginn og fékk einn leik í bann! Deildin þar sem við höfum fengið að sjá þau nokkur rauðu spjöldin eftir að menn hafi farið í andlitið á andstæðingum sínum og í fæstu tilfellum fengið bann,“ skrifar Arnar í pistli sínum. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét Magnús heyra það á dögunum eftir leik ÍBV og ÍR. Sakaði Magnús um að meiða menn viljandi og Arnar ýjar að því að orð Bjarna hafi haft áhrif á HSÍ. Bjarni er þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og því á launaskrá hjá HSÍ.„Sennilega hefur þessu árás starfsmanns HSI haft áhrif á aðra starsmenn HSÍ því dómarar leiksins á þriðjudaginn mátu það þannig að Maggi hafi kýlt annan leikmann á kjaftinn með krepptum hnefa! Sem er engan veginn hægt að sjá á upptökum af leiknum þó horft sé á klippurnar 1.000.000 sinnum.Gæti verið að ágætir dómarar leiksins hafi verið undir áhrifum af ummælum samstarfsaðila síns innan HSÍ? Ég held það og sennilega þekkja þeir ekki sögu Magnúsar betur, svo ungir eru þeir. Magnús fer klárlega með hendina í andlitið á leikmanninum og átti skilið að fá rautt spjald en með krepptum hnefa, aldrei! Og með þeim tilgangi að meiða leikmanninn, aldrei, Maggi er ekki þannig leikmaður og hefur aldrei verið,“ skrifar Arnar en færsluna má sjá í heild hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23 Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, vandar Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Facebook í morgun. Arnar er afar ósáttur við að leikmaður hans, Magnús Stefánsson, hafi fengið tveggja leikja bann fyrir brot í leik ÍBV og Hauka á dögunum. Þjálfarinn bendir á að Magnús hafi leikið yfir 500 leiki á ferlinum og aldrei fengið rautt spjald áður.„Það er því með ólíkindum að þegar Maggi Stef fær sitt fyrsta beina rauða spjald skuli HSÍ dæma hann í tveggja leikja bann og það að mér vitandi, fyrstan af öllum í Olís deild karla þetta árið fyrir brot. Þið vitið Olísdeildinni þar sem spilaður er handbolti og einn sló annan í punginn um daginn og fékk einn leik í bann! Deildin þar sem við höfum fengið að sjá þau nokkur rauðu spjöldin eftir að menn hafi farið í andlitið á andstæðingum sínum og í fæstu tilfellum fengið bann,“ skrifar Arnar í pistli sínum. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét Magnús heyra það á dögunum eftir leik ÍBV og ÍR. Sakaði Magnús um að meiða menn viljandi og Arnar ýjar að því að orð Bjarna hafi haft áhrif á HSÍ. Bjarni er þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og því á launaskrá hjá HSÍ.„Sennilega hefur þessu árás starfsmanns HSI haft áhrif á aðra starsmenn HSÍ því dómarar leiksins á þriðjudaginn mátu það þannig að Maggi hafi kýlt annan leikmann á kjaftinn með krepptum hnefa! Sem er engan veginn hægt að sjá á upptökum af leiknum þó horft sé á klippurnar 1.000.000 sinnum.Gæti verið að ágætir dómarar leiksins hafi verið undir áhrifum af ummælum samstarfsaðila síns innan HSÍ? Ég held það og sennilega þekkja þeir ekki sögu Magnúsar betur, svo ungir eru þeir. Magnús fer klárlega með hendina í andlitið á leikmanninum og átti skilið að fá rautt spjald en með krepptum hnefa, aldrei! Og með þeim tilgangi að meiða leikmanninn, aldrei, Maggi er ekki þannig leikmaður og hefur aldrei verið,“ skrifar Arnar en færsluna má sjá í heild hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23 Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13
Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23
Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30
Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15