„Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2018 16:30 Baltasar Kormákur leikstýrði Adrift.. Vísir/Vilhelm „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur í viðtali sem birtist á YouTube frá CinemaCon-ráðstefnunni í Las Vegas. Um er að ræða ráðstefnu þar sem leikstjórar og leikara mæta og kynna sín verkefni. Adrift er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Leikkonan Shailene Woodley fer með aðalhlutverkið en hún er 26 ára gömul og eflaust þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum The Fault in our Stars. „Ég held að þetta sé reyndar erfiðasta mynd sem ég hef gert. Hversu margar sögur eru til þar sem konur komast af í erfiðum aðstæðum? Nánast engar. Þetta snýst alltaf um menn og úlfa, menn sem sigrast á náttúrunni. Staðreyndin er samt sem áður að konur hafa þurft að ganga í gegnum sömu hluti og menn í sögunni.“ Baltasar segir að myndin sýni hversu sterkar konur geti verið. „Þetta heillaði mig rosalega mikið þegar ég var að skoða þetta verkefni. Þetta snýst síðan einnig um einn mesta storm sem mælst hefur í Kyrrahafinu öllu. Það er ekki hægt að setja það bara í sjónvarp, það verður að fá að vera á risatjaldið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið. Tengdar fréttir Slysamorð í kjallara myndi ekki halda í tíu þætti Baltasar Kormákur fer yfir farinn veg í viðtali við Vísi þar sem hann ræðir Adrift, Ófærð 2 og umræðuna um Ófærð 1 hér á landi, ásamt því að spjalla um væntanleg verkefni og Weinstein-málið. 20. október 2017 13:45 Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Aðalleikonan Adrift lærði að sigla seglskútu sérstaklega fyrir myndina. 14. mars 2018 07:56 Sjáðu fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. 14. mars 2018 17:32 Baltasar fær einn af virtari kvikmyndatökustjórum til liðs við sig Baltasar Kormákur hefur fengið Robert Richardson til liðs við sig við gerð kvikmyndarinnar Adrift 17. júlí 2017 10:48 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur í viðtali sem birtist á YouTube frá CinemaCon-ráðstefnunni í Las Vegas. Um er að ræða ráðstefnu þar sem leikstjórar og leikara mæta og kynna sín verkefni. Adrift er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Leikkonan Shailene Woodley fer með aðalhlutverkið en hún er 26 ára gömul og eflaust þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum The Fault in our Stars. „Ég held að þetta sé reyndar erfiðasta mynd sem ég hef gert. Hversu margar sögur eru til þar sem konur komast af í erfiðum aðstæðum? Nánast engar. Þetta snýst alltaf um menn og úlfa, menn sem sigrast á náttúrunni. Staðreyndin er samt sem áður að konur hafa þurft að ganga í gegnum sömu hluti og menn í sögunni.“ Baltasar segir að myndin sýni hversu sterkar konur geti verið. „Þetta heillaði mig rosalega mikið þegar ég var að skoða þetta verkefni. Þetta snýst síðan einnig um einn mesta storm sem mælst hefur í Kyrrahafinu öllu. Það er ekki hægt að setja það bara í sjónvarp, það verður að fá að vera á risatjaldið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið.
Tengdar fréttir Slysamorð í kjallara myndi ekki halda í tíu þætti Baltasar Kormákur fer yfir farinn veg í viðtali við Vísi þar sem hann ræðir Adrift, Ófærð 2 og umræðuna um Ófærð 1 hér á landi, ásamt því að spjalla um væntanleg verkefni og Weinstein-málið. 20. október 2017 13:45 Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Aðalleikonan Adrift lærði að sigla seglskútu sérstaklega fyrir myndina. 14. mars 2018 07:56 Sjáðu fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. 14. mars 2018 17:32 Baltasar fær einn af virtari kvikmyndatökustjórum til liðs við sig Baltasar Kormákur hefur fengið Robert Richardson til liðs við sig við gerð kvikmyndarinnar Adrift 17. júlí 2017 10:48 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Slysamorð í kjallara myndi ekki halda í tíu þætti Baltasar Kormákur fer yfir farinn veg í viðtali við Vísi þar sem hann ræðir Adrift, Ófærð 2 og umræðuna um Ófærð 1 hér á landi, ásamt því að spjalla um væntanleg verkefni og Weinstein-málið. 20. október 2017 13:45
Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Aðalleikonan Adrift lærði að sigla seglskútu sérstaklega fyrir myndina. 14. mars 2018 07:56
Sjáðu fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. 14. mars 2018 17:32
Baltasar fær einn af virtari kvikmyndatökustjórum til liðs við sig Baltasar Kormákur hefur fengið Robert Richardson til liðs við sig við gerð kvikmyndarinnar Adrift 17. júlí 2017 10:48