Launin fóru niður en lífsgæðin upp Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 09:15 Hilmar Sigvaldason við vitana á Breið. Vísir/Sammi Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. Hann segir laun sín hafa lækkað við breytinguna en lífsgæðin og hamingjan hafi aukist til muna. Á hverjum degi hitti hann og spjalli við nýtt fólk sem komi víðs vegar að úr heiminum og enginn dagur sé eins. „Klikkaðar hugmyndir eru yfirleitt þær sem virka best,“ sagði Hilmar við blaðamann sem kom við hjá honum á dögunum og ræddi við hann um vitaævintýri sitt. Hilmar hefur verið í forsvari fyrir hóp fólks sem unnið hefur að endurbótum og opnun vitanna á Breið á Akranesi.Byssuskot í ljóshúsið Þegar átakið hófst var ástand gamla vitans ekki gott. Mikið var um steypuskemmdir, allir gluggar voru brotnir og einhver hafði skotið í ljóshús hundrað ára gamals vitans. Gamli vitinn var reistur árið 1918 og Akranesviti á seinnistríðsárunum. „Þegar við komum þessu af stað var ég að nota frítíma minn í verkið,“ segir Hilmar, sem vann á tólf tíma vöktum í álverinu og varði öðrum tíma sínum við vitana. Þar ræddi hann við ferðamenn sem voru á svæðinu og hleypti þeim jafnvel inn í Akranesvita og upp á topp hans en vitinn er um 23 metra hár. Upphafið má rekja til Vitans, ljósmyndafélagsins sem Hilmar kom að því að stofna. Einn úr félaginu fékk þá hugmynd að það væri gaman að fara í vitann og taka myndir þar því útsýnið væri eflaust flott. Eftir að hafa sótt lyklana til Vegagerðarinnar geymdi Hilmar svo lyklana þar sem hann var formaður klúbbsins. Það var í mars 2012 að stóri vitinn var opnaður fyrir almenningi.Eldri vitinn var byggður árið 1918 og Akranesviti á seinnistríðsárunum.Vísir/SammiHilmar vakti athygli á gamla vitanum í grein í Morgunblaðinu sama ár og í kjölfar þess var farið í að gera hann upp. Til þess fékkst tíu milljóna króna styrkur úr styrktarsjóði sem afkomendur fyrsta vitavarðar vitans höfðu stofnað. Akraneskaupstaður lagði einnig fjórar milljónir til verksins.Þá hafði Hilmar varið miklum tíma í að kynda undir opnun stærri vitans, Akranesvita. „Þetta gekk nú ekkert rosalega vel til að byrja með,“ segir Hilmar. „Menn höfðu litla trú á þessu.“ Hilmar grínast einnig með það að ef hann færi með þessa hugmynd, að gera Vitana að vinsælum ferðamannastað, í banka í dag væri ólíklegt að honum yrði tekið fagnandi. Síðan þá hafa vitarnir orðið mjög vinsælir meðal ferðamanna. Í fyrra komu fjórtán þúsund manns að Akranesvita. Fólki er frjálst að ganga um svæðið en þarf að greiða 300 krónur til að fá að fara inn í nýrri vitann. Þeir sem fara inn í vitann eru taldir og því er greinilegt að mun fleiri mæta á svæðið en fara inn.Túrisminn breytt Akranesi gríðarlega Hilmar segist telja að í raun ætti talan að vera tvöföld. „Þetta eitt og sér hefur breytt túrismanum hér á Akranesi alveg gríðarlega.“ Hilmar segir einnig að mikil þörf sé á hóteli á Akranes. Gistipláss séu í bænum en ómögulegt sé að taka á móti stærri hópum. Hann segist einnig sjá tækifæri víða og telur að vel væri hægt að gera ferðaþjónustunni vel undir höfði á Akranesi. Mikið sé af stöðum og hlutum í bænum sem mikið séu myndaðir og það væri vel hægt að auglýsa það betur og nýta samfélagsmiðlana betur. Þar fari myndir og annað efni í dreifingu víða. Í raun séu ferðamenn sjálfir að auglýsa staðina sem þeir heimsæki.Tónlistarmenn sækja í Akranesvitann Hljómburður er sérstaklega góður í Akranesvita og Hilmar segir að tónlengdin sé um tíu sekúndur. Fjöldi tónleika hefur verið haldinn í vitanum og hafa tónlistarmenn sótt í að kíkja í vitann. Þar hafa jafnvel verið tekin upp tónlistarmyndbönd og lög. Sömuleiðis er vitinn notaður í ljósmyndasýningar. Þrjú brúðkaup hafa verið haldin á svæðinu og eitt sinn var fór fram skírn í Akranesvita. „Ég gæti haldið fimm tíma fyrirlestur um allt það sem hefur gerst í vitanum,“ segir Hilmar. Hann telur sig nú vera kominn í draumastarfið og hann muni halda áfram í því starfi svo lengi sem Skagamenn „þola“ að hafa hann þarna, eins og Hilmar orðar það.Hér að neðan má sjá myndbönd af tónlistarfólki spila í vitanum. Fleiri myndbönd má sjá hér. Kosningar 2018 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. Hann segir laun sín hafa lækkað við breytinguna en lífsgæðin og hamingjan hafi aukist til muna. Á hverjum degi hitti hann og spjalli við nýtt fólk sem komi víðs vegar að úr heiminum og enginn dagur sé eins. „Klikkaðar hugmyndir eru yfirleitt þær sem virka best,“ sagði Hilmar við blaðamann sem kom við hjá honum á dögunum og ræddi við hann um vitaævintýri sitt. Hilmar hefur verið í forsvari fyrir hóp fólks sem unnið hefur að endurbótum og opnun vitanna á Breið á Akranesi.Byssuskot í ljóshúsið Þegar átakið hófst var ástand gamla vitans ekki gott. Mikið var um steypuskemmdir, allir gluggar voru brotnir og einhver hafði skotið í ljóshús hundrað ára gamals vitans. Gamli vitinn var reistur árið 1918 og Akranesviti á seinnistríðsárunum. „Þegar við komum þessu af stað var ég að nota frítíma minn í verkið,“ segir Hilmar, sem vann á tólf tíma vöktum í álverinu og varði öðrum tíma sínum við vitana. Þar ræddi hann við ferðamenn sem voru á svæðinu og hleypti þeim jafnvel inn í Akranesvita og upp á topp hans en vitinn er um 23 metra hár. Upphafið má rekja til Vitans, ljósmyndafélagsins sem Hilmar kom að því að stofna. Einn úr félaginu fékk þá hugmynd að það væri gaman að fara í vitann og taka myndir þar því útsýnið væri eflaust flott. Eftir að hafa sótt lyklana til Vegagerðarinnar geymdi Hilmar svo lyklana þar sem hann var formaður klúbbsins. Það var í mars 2012 að stóri vitinn var opnaður fyrir almenningi.Eldri vitinn var byggður árið 1918 og Akranesviti á seinnistríðsárunum.Vísir/SammiHilmar vakti athygli á gamla vitanum í grein í Morgunblaðinu sama ár og í kjölfar þess var farið í að gera hann upp. Til þess fékkst tíu milljóna króna styrkur úr styrktarsjóði sem afkomendur fyrsta vitavarðar vitans höfðu stofnað. Akraneskaupstaður lagði einnig fjórar milljónir til verksins.Þá hafði Hilmar varið miklum tíma í að kynda undir opnun stærri vitans, Akranesvita. „Þetta gekk nú ekkert rosalega vel til að byrja með,“ segir Hilmar. „Menn höfðu litla trú á þessu.“ Hilmar grínast einnig með það að ef hann færi með þessa hugmynd, að gera Vitana að vinsælum ferðamannastað, í banka í dag væri ólíklegt að honum yrði tekið fagnandi. Síðan þá hafa vitarnir orðið mjög vinsælir meðal ferðamanna. Í fyrra komu fjórtán þúsund manns að Akranesvita. Fólki er frjálst að ganga um svæðið en þarf að greiða 300 krónur til að fá að fara inn í nýrri vitann. Þeir sem fara inn í vitann eru taldir og því er greinilegt að mun fleiri mæta á svæðið en fara inn.Túrisminn breytt Akranesi gríðarlega Hilmar segist telja að í raun ætti talan að vera tvöföld. „Þetta eitt og sér hefur breytt túrismanum hér á Akranesi alveg gríðarlega.“ Hilmar segir einnig að mikil þörf sé á hóteli á Akranes. Gistipláss séu í bænum en ómögulegt sé að taka á móti stærri hópum. Hann segist einnig sjá tækifæri víða og telur að vel væri hægt að gera ferðaþjónustunni vel undir höfði á Akranesi. Mikið sé af stöðum og hlutum í bænum sem mikið séu myndaðir og það væri vel hægt að auglýsa það betur og nýta samfélagsmiðlana betur. Þar fari myndir og annað efni í dreifingu víða. Í raun séu ferðamenn sjálfir að auglýsa staðina sem þeir heimsæki.Tónlistarmenn sækja í Akranesvitann Hljómburður er sérstaklega góður í Akranesvita og Hilmar segir að tónlengdin sé um tíu sekúndur. Fjöldi tónleika hefur verið haldinn í vitanum og hafa tónlistarmenn sótt í að kíkja í vitann. Þar hafa jafnvel verið tekin upp tónlistarmyndbönd og lög. Sömuleiðis er vitinn notaður í ljósmyndasýningar. Þrjú brúðkaup hafa verið haldin á svæðinu og eitt sinn var fór fram skírn í Akranesvita. „Ég gæti haldið fimm tíma fyrirlestur um allt það sem hefur gerst í vitanum,“ segir Hilmar. Hann telur sig nú vera kominn í draumastarfið og hann muni halda áfram í því starfi svo lengi sem Skagamenn „þola“ að hafa hann þarna, eins og Hilmar orðar það.Hér að neðan má sjá myndbönd af tónlistarfólki spila í vitanum. Fleiri myndbönd má sjá hér.
Kosningar 2018 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent