Gert að ákæra lögreglumann vegna harkalegrar handtöku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. apríl 2018 07:00 Hamborgarabúllan í Kópavogi þar sem hin harkalega handtaka fór fram. Vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem handtók mann við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. „Þetta kemur ekki á óvart enda borðleggjandi að mínu mati og ánægjulegt fyrir minn mann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður hins handtekna. Aðspurður segir Ómar manninn farinn til Póllands en hann er pólskur borgari og missti vinnuna hér á landi eftir atvikið enda óvinnufær. Hann fer fram á tæpar sjö milljónir í skaða- og miskabætur en hann er enn að ná sér af meiðslunum og hefur verið óvinnufær í tæpt ár, eða frá því atvikið átti sér stað. Hinn handtekni kærði tvo lögregluþjóna, mann og konu, sem kölluð voru að veitingastaðnum vegna drykkjuláta. Samkvæmt framburði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og bílhurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hefði hlotist af því að hurð hefði verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms.Gat ekki þulið upp kennitöluna Þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi gögn málsins benda til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, mat hann það svo að ekki væru nægar líkur á sakfellingu í málinu, þar sem gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Kærandinn, sem hefur lagt fram tæplega sjö milljóna bótakröfu, kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Í niðurstöðu ríkissaksóknara frá því í gær er staðfest ákvörðun saksóknara um að fella málið á hendur lögreglukonunni niður en ákvörðun að því er varðar lögreglumanninn er felld úr gildi og héraðssaksóknara falið að taka mál á hendur honum til ákærumeðferðar. Í úrskurði ríkissaksóknara kemur fram að lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð sbr. 132. og 219. gr. hegningarlaga. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem handtók mann við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. „Þetta kemur ekki á óvart enda borðleggjandi að mínu mati og ánægjulegt fyrir minn mann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður hins handtekna. Aðspurður segir Ómar manninn farinn til Póllands en hann er pólskur borgari og missti vinnuna hér á landi eftir atvikið enda óvinnufær. Hann fer fram á tæpar sjö milljónir í skaða- og miskabætur en hann er enn að ná sér af meiðslunum og hefur verið óvinnufær í tæpt ár, eða frá því atvikið átti sér stað. Hinn handtekni kærði tvo lögregluþjóna, mann og konu, sem kölluð voru að veitingastaðnum vegna drykkjuláta. Samkvæmt framburði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og bílhurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hefði hlotist af því að hurð hefði verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms.Gat ekki þulið upp kennitöluna Þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi gögn málsins benda til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, mat hann það svo að ekki væru nægar líkur á sakfellingu í málinu, þar sem gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Kærandinn, sem hefur lagt fram tæplega sjö milljóna bótakröfu, kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Í niðurstöðu ríkissaksóknara frá því í gær er staðfest ákvörðun saksóknara um að fella málið á hendur lögreglukonunni niður en ákvörðun að því er varðar lögreglumanninn er felld úr gildi og héraðssaksóknara falið að taka mál á hendur honum til ákærumeðferðar. Í úrskurði ríkissaksóknara kemur fram að lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð sbr. 132. og 219. gr. hegningarlaga.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00
Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00
Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00