Segja aðra flugvelli en í Keflavík vera vanrækta Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála. Vísir/eyþór Flugvélaeldsneyti er dýrara á Akureyri og á Egilsstöðum en í Keflavík sem er stór hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna, sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við sérstaka umræðu um dreifingu ferðamanna um landið á Alþingi í gær. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var til andsvara. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt í að verða sú atvinnugrein sem er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og áfram vex ferðaþjónusta. Skýrsla ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku sýnir fram á að fjölmargir ferðamannastaðir eru fullmettir og liggja undir skemmdum og mikilvægt sé að dreifa ferðamönnum betur um landið. Á sama tíma eru fjárfestingar í ferðaþjónustu illa nýttar í mestri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að marka eigi langtímastefna um ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila með sjálfbærni að leiðarljósi og að aukin dreifing ferðamanna um landið sé mikilvæg með hliðsjón af náttúruvernd og byggðasjónarmiðum.Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksin segir dýrara flugvélaeldsneyti á Akureyri og á Egilsstöðum stóra hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna.Vísir/eyþórLíneik Anna brýndi ráðherra til dáða með því að leggja meiri áherslu á að opna fleiri gáttir inn í landið til þess að nýta fjárfestingar um allt land í ferðaþjónustu sem og að dreifa ferðamönnum um landið. Það væri bæði byggðaþróunarlega og umhverfislega mjög gott. „Stjórnvöld geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi haft veruleg áhrif á ferðahegðun og þar með dreifingu ferðamanna um land allt,“ sagði Líneik Anna. „Ein hindrunin er hærra verð á eldsneyti á millilandaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Flutningsjöfnun á eldsneyti hefur ekki náð til flugvélaeldsneytis. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því að flugfélög komi á fót reglubundnu flugi til annarra staða á Íslandi en til Keflavíkur.“ Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera svo að hið opinbera gæti dreift ferðamönnum með handafli en er ósammála því að lítið eða ekkert hafi verið gert hjá hinu opinbera í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Allt sem stjórnvöld eru að gera má með beinum eða óbeinum hætti tengja við það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið.“ „Við höfum viðurkennt staðreyndir og það er búið að greina allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni. „Við vitum hvað þarf að gera. Nú þarf ráðherra að sýna hvað í henni býr og drífa sig í þessi verkefni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Flugvélaeldsneyti er dýrara á Akureyri og á Egilsstöðum en í Keflavík sem er stór hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna, sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við sérstaka umræðu um dreifingu ferðamanna um landið á Alþingi í gær. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var til andsvara. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt í að verða sú atvinnugrein sem er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og áfram vex ferðaþjónusta. Skýrsla ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku sýnir fram á að fjölmargir ferðamannastaðir eru fullmettir og liggja undir skemmdum og mikilvægt sé að dreifa ferðamönnum betur um landið. Á sama tíma eru fjárfestingar í ferðaþjónustu illa nýttar í mestri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að marka eigi langtímastefna um ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila með sjálfbærni að leiðarljósi og að aukin dreifing ferðamanna um landið sé mikilvæg með hliðsjón af náttúruvernd og byggðasjónarmiðum.Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksin segir dýrara flugvélaeldsneyti á Akureyri og á Egilsstöðum stóra hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna.Vísir/eyþórLíneik Anna brýndi ráðherra til dáða með því að leggja meiri áherslu á að opna fleiri gáttir inn í landið til þess að nýta fjárfestingar um allt land í ferðaþjónustu sem og að dreifa ferðamönnum um landið. Það væri bæði byggðaþróunarlega og umhverfislega mjög gott. „Stjórnvöld geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi haft veruleg áhrif á ferðahegðun og þar með dreifingu ferðamanna um land allt,“ sagði Líneik Anna. „Ein hindrunin er hærra verð á eldsneyti á millilandaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Flutningsjöfnun á eldsneyti hefur ekki náð til flugvélaeldsneytis. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því að flugfélög komi á fót reglubundnu flugi til annarra staða á Íslandi en til Keflavíkur.“ Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera svo að hið opinbera gæti dreift ferðamönnum með handafli en er ósammála því að lítið eða ekkert hafi verið gert hjá hinu opinbera í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Allt sem stjórnvöld eru að gera má með beinum eða óbeinum hætti tengja við það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið.“ „Við höfum viðurkennt staðreyndir og það er búið að greina allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni. „Við vitum hvað þarf að gera. Nú þarf ráðherra að sýna hvað í henni býr og drífa sig í þessi verkefni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira