Hinn umdeildi fyrrum forseti FIFA, Sepp Blatter, segir það ekki vera klókt af FIFA að leyfa myndbandsdómara, VAR, á HM í sumar.
Arftaki Blatter, Gianni Infantino, staðfesti í síðasta mánuði að VAR verði notað á HM. Blatter segir að stuðningsmönnum líði ekki vel með myndbandsdómarann á kantinum.
„Ég er af gamla skólanum og mér finnst þessi þróun ganga allt of hratt. Flestir dómararnir hafa aldrei unnið með VAR áður. Að kynna þá fyrir því á HM finnst mér ekki vera klókt,“ sagði hinn 82 ára gamli Blatter.
„Mér líður ekki vel með þetta kerfi og ég veit að stuðningsmenn eru á sama bandi.“
Blatter vill ekki sjá VAR á HM í sumar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
