Handbolti

Þrjú íslensk mörk og Kristianstad komið í 2-1

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur í leik með Kristianstad.
Ólafur í leik með Kristianstad. vísir/getty
Íslendingarliðið IFK Kristianstad er komið í 2-1 gegn Eskilstuna GUIF í 8-liða úrslitum sænsku úrslitakeppninnar.

Sænsku meistararnir, Kristianstad, byrjuðu algjörlega frábærlega. Þeir voru snemma komnir í sex marka forskot og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 19-9.

Eftirleikurinn varð því nokkuð auðveldur og vann Kristianstad að lokum sjö marka sigur, 32-25, en þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós.

Ólafur Guðmundsson skoraði eitt og Arnar Freyr Arnarsson tvö en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað.

Kristianstad er því komið í 2-1 og þarf einn sigur í viðbót til að tryggja sig áfram í undanúrslit en Lugi og Malmö hafa nú þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×