Bjóða öllum að draga úr plastnotkun í Umbúðalausum apríl: „Þetta getur verið svo einfalt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 21:30 Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Mynd/Samsett Átakið Umbúðalaus apríl stendur nú sem hæst og bjóða aðstandendur átaksins öllum að taka þátt. Þátttaka þarf ekki að vera flókin eða erfið, að sögn skipuleggjanda, en aðalmarkmið átaksins er að fólk taki lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl.Átakið heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem fólk er hvatt til að draga úr plastnotkun.Mynd/Dísa DungalSnýst um litlu hlutina Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Boðað var til átaksins í byrjun mánaðar en eins og nafnið gefur til kynna snýst það í meginatriðum um að takmarka plastneyslu. „Þetta er átak sem er í raun bara til þess að vekja athygli á almennri neyslu og byrjar með einum mánuði. Við viljum vekja fólk til umhugsunar um hvað það er að nota mikið af umbúðum, og þá sérstaklega gífurlegt magn af umbúðum úr plasti á hverjum degi,“ segir Dísa í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þurfti að læra að segja nei við öllu hversdagsruslinu Eitt aðalmarkmið átaksins er að fólk tileinki sér lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl, sem Dísa segir að þurfi alls ekki að vera erfitt. „Við viljum sýna hvað það getur verið auðvelt að breyta litlum hlutum, eins og t.d. að hætta að nota plastpoka þegar maður fer að versla. Það getur haft rosaleg áhrif að bara ein manneskja sleppi því. Og þannig getur fólk tekið þátt í Umbúðalausum apríl, bara með því að flokka ruslið sitt og hugsa alltaf um að velja „skárri kostinn“,“ segir Dísa. „Peppa fólk“ í gegnum Snapchat Viðbrögð við Umbúðalausum apríl hafa verið mjög góð, að sögn Dísu, en átakið er keyrt áfram á samfélagsmiðlum og geta áhugasamir kynnt sér málið á Facebook-viðburði, Snapchat-aðganginum umbudalaust og Instagram.Átakið snýst einnig um að breiða út boðskapinn.Mynd/Dísa dungal„Við höfum verið að setja efni inn á Snapchat á hverjum degi, og þar er alltaf að bætast fleira og fleira fólk við, og við ætlum að reyna að halda því áfram út apríl,“ segir Dísa. Á Snapchat deilir hópurinn sem stendur að átakinu, auk góðra gesta, daglega ráðum og hugmyndum með þeim sem vilja draga úr plastnotkun. „Við viljum reyna að peppa fólk í þetta. Þetta getur verið svo einfalt.“ Vitundarvakning um skaðsemi plasts Áhugi Dísu sjálfrar á umhverfismálum kviknaði nýlega en hún segir Umbúðalausan apríl hafa hjálpað sér að stíga skrefið til fulls. „Þetta hjálpar mér að komast lengra, skoða mína neyslu og að átta mig á því að það er ótrúlega mikið sem ég get gert.“ Mikil vitundarvakning hefur orðið um skaðsemi plasts í heiminum undanfarin misseri. Frakkar tóku t.d. nýlega upp á því að banna allan borðbúnað úr plasti og þá hefur bann við plasti á Sri Lanka verið í gildi síðan í fyrra. Íslendingar nota að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári en fólk og fyrirtæki hér á landi hafa í mörgum tilvikum reynt að draga úr plastnotkun, þ. á m. Mjólkursamsalan, Joe and the Juice og nokkrir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur, sem hafa hætt að bjóða upp á sogrör úr plasti. Umhverfismál Tengdar fréttir Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00 Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00 Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Átakið Umbúðalaus apríl stendur nú sem hæst og bjóða aðstandendur átaksins öllum að taka þátt. Þátttaka þarf ekki að vera flókin eða erfið, að sögn skipuleggjanda, en aðalmarkmið átaksins er að fólk taki lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl.Átakið heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem fólk er hvatt til að draga úr plastnotkun.Mynd/Dísa DungalSnýst um litlu hlutina Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Boðað var til átaksins í byrjun mánaðar en eins og nafnið gefur til kynna snýst það í meginatriðum um að takmarka plastneyslu. „Þetta er átak sem er í raun bara til þess að vekja athygli á almennri neyslu og byrjar með einum mánuði. Við viljum vekja fólk til umhugsunar um hvað það er að nota mikið af umbúðum, og þá sérstaklega gífurlegt magn af umbúðum úr plasti á hverjum degi,“ segir Dísa í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þurfti að læra að segja nei við öllu hversdagsruslinu Eitt aðalmarkmið átaksins er að fólk tileinki sér lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl, sem Dísa segir að þurfi alls ekki að vera erfitt. „Við viljum sýna hvað það getur verið auðvelt að breyta litlum hlutum, eins og t.d. að hætta að nota plastpoka þegar maður fer að versla. Það getur haft rosaleg áhrif að bara ein manneskja sleppi því. Og þannig getur fólk tekið þátt í Umbúðalausum apríl, bara með því að flokka ruslið sitt og hugsa alltaf um að velja „skárri kostinn“,“ segir Dísa. „Peppa fólk“ í gegnum Snapchat Viðbrögð við Umbúðalausum apríl hafa verið mjög góð, að sögn Dísu, en átakið er keyrt áfram á samfélagsmiðlum og geta áhugasamir kynnt sér málið á Facebook-viðburði, Snapchat-aðganginum umbudalaust og Instagram.Átakið snýst einnig um að breiða út boðskapinn.Mynd/Dísa dungal„Við höfum verið að setja efni inn á Snapchat á hverjum degi, og þar er alltaf að bætast fleira og fleira fólk við, og við ætlum að reyna að halda því áfram út apríl,“ segir Dísa. Á Snapchat deilir hópurinn sem stendur að átakinu, auk góðra gesta, daglega ráðum og hugmyndum með þeim sem vilja draga úr plastnotkun. „Við viljum reyna að peppa fólk í þetta. Þetta getur verið svo einfalt.“ Vitundarvakning um skaðsemi plasts Áhugi Dísu sjálfrar á umhverfismálum kviknaði nýlega en hún segir Umbúðalausan apríl hafa hjálpað sér að stíga skrefið til fulls. „Þetta hjálpar mér að komast lengra, skoða mína neyslu og að átta mig á því að það er ótrúlega mikið sem ég get gert.“ Mikil vitundarvakning hefur orðið um skaðsemi plasts í heiminum undanfarin misseri. Frakkar tóku t.d. nýlega upp á því að banna allan borðbúnað úr plasti og þá hefur bann við plasti á Sri Lanka verið í gildi síðan í fyrra. Íslendingar nota að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári en fólk og fyrirtæki hér á landi hafa í mörgum tilvikum reynt að draga úr plastnotkun, þ. á m. Mjólkursamsalan, Joe and the Juice og nokkrir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur, sem hafa hætt að bjóða upp á sogrör úr plasti.
Umhverfismál Tengdar fréttir Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00 Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00 Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00
Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00
Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25