Buffon stimplaði sig út eins og Zidane fyrir tólf árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 10:00 Gianluigi Buffon segir Michael Oliver sína skoðun. Vísir/Getty Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Gianluigi Buffon endaði fótboltaferillinn sinn á stóra sviðinu í gærkvöldi þegar hann var rekinn útaf í uppbótartíma í seinni undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid í Meistaradeildinni. Buffon missti algjörlega stjórn á sér þegar Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma þegar Juventus var búið að vinna upp þriggja marka forystu Real og allt stefndi í framlengingu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og Real Madrid tryggði sér með því sæti í undanúrslitunum. 12 years ago, Buffon "retired" Zidane from football (with expulsion included) and today Zidane has "retired" Buffon from the Champions League (with expulsion included). The circle of life. The soccer cycle. Legends in any case. And none of them deserved an end like that #RMAJUVpic.twitter.com/5VZz6BwDH7 — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 11, 2018 Það er vel hægt að líkja endalokum Gianluigi Buffon við þau hjá Zinedine Zidane á HM í Þýskalandi fyrir tólf árum. Zidane fékk þá rautt spjald í úrslitaleiknum á móti Gianluigi Buffon og félögum í ítalska landsliðinu og Frakkar töpuðu í vítakeppni. Nú var það Buffon sem fékk rautt spjald í leik á móti liði Real Madrid sem er einmitt þjálfað af umræddum Zinedine Zidane.Gianluigi Buffon has played his final match in the Champions League. 117 appearances 50 clean sheets Not the end anyone wanted. pic.twitter.com/UdbluxGeff — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2018 Gianluigi Buffon ætlaði sér að enda ferilinn á HM í Rússlandi í sumar en ítalska landsliðið komst ekki þangað. Hann dreymdi um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum en ekkert verður að því þökk sé dómi Michael Oliver í gærkvöldi. Gianluigi Buffon á eftir að spila leiki heima fyrir þar sem liðið er á toppnum í deildinni og komið í bikarúrslitaleikinn. Buffon getur því endað ferilinn sem tvöfaldur meistari en ferill hans í alþjóðlegum fótbolta endaði hinsvegar með rauðu spjaldi á Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Gianluigi Buffon endaði fótboltaferillinn sinn á stóra sviðinu í gærkvöldi þegar hann var rekinn útaf í uppbótartíma í seinni undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid í Meistaradeildinni. Buffon missti algjörlega stjórn á sér þegar Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma þegar Juventus var búið að vinna upp þriggja marka forystu Real og allt stefndi í framlengingu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og Real Madrid tryggði sér með því sæti í undanúrslitunum. 12 years ago, Buffon "retired" Zidane from football (with expulsion included) and today Zidane has "retired" Buffon from the Champions League (with expulsion included). The circle of life. The soccer cycle. Legends in any case. And none of them deserved an end like that #RMAJUVpic.twitter.com/5VZz6BwDH7 — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 11, 2018 Það er vel hægt að líkja endalokum Gianluigi Buffon við þau hjá Zinedine Zidane á HM í Þýskalandi fyrir tólf árum. Zidane fékk þá rautt spjald í úrslitaleiknum á móti Gianluigi Buffon og félögum í ítalska landsliðinu og Frakkar töpuðu í vítakeppni. Nú var það Buffon sem fékk rautt spjald í leik á móti liði Real Madrid sem er einmitt þjálfað af umræddum Zinedine Zidane.Gianluigi Buffon has played his final match in the Champions League. 117 appearances 50 clean sheets Not the end anyone wanted. pic.twitter.com/UdbluxGeff — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2018 Gianluigi Buffon ætlaði sér að enda ferilinn á HM í Rússlandi í sumar en ítalska landsliðið komst ekki þangað. Hann dreymdi um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum en ekkert verður að því þökk sé dómi Michael Oliver í gærkvöldi. Gianluigi Buffon á eftir að spila leiki heima fyrir þar sem liðið er á toppnum í deildinni og komið í bikarúrslitaleikinn. Buffon getur því endað ferilinn sem tvöfaldur meistari en ferill hans í alþjóðlegum fótbolta endaði hinsvegar með rauðu spjaldi á Santiago Bernabeu í gærkvöldi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira