Íslenskur sumarbústaður vekur heimsathygli Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2018 11:15 Húsið stendur rétt við Þingvallavatn og er því útsýnið einstaklega fallegt. myndir/© Nanne Springer Á vefsíðu Independent er fjallað nokkuð ítarlega um fallegt sumarhús sem staðsett er við Þingvallavatn. Um er að ræða glænýtt hús sem hannað var af arkitektastofunni Glámu Kím sem stofnuð var árið 1996. Húsið er hannað með tilliti til náttúrunnar í kringum það og má sjá fallega blöndu af steinsteypu og timbri. Sumarhúsið stendur á hæðarhrygg við djúpt og hrikalegt gil með ægifögru útsýni til allra átta. Til norðurs er víðsýni yfir stórt vatn að fjöllum í fjarska. Til austurs blasir við nálægur brattur klettaveggur handan gilsins. Sunnan- og vestanmegin við húsið er fjölbreyttur fjallahringur. Húsið er hannað með það að markmiði að magna upp þennan tilkomumikla stað með því að ramma inn útsýnisáttir í og við húsið. Þá eru útirými formuð og staðsett þannig að njóta megi sem best sólar og skjóls. Húsið stendur hátt en áhersla var lögð á að það yrði hógvært í fjölbreyttri náttúrunni. Byggingin samanstendur af þremur ílöngum húshlutum sem raðað er þannig að á milli þeirra er útirými sem opnast í suðurátt. Vestur og austur hlutarnir eru klæddir setrusviði og hýsa annarsvegar svefnaðstöðu og hinsvegar gestahús. Húshlutinn sem tengir þessa tvo hluta er steyptur með svartri sjónsteypu. Hann hýsir stofu og eldhús og er eilítið hærri en hinir. Þar eru stórir inndregnir gluggar í norður- og suðurátt. Útsýnið er vægast sagt fallegt en hér að neðan má sjá myndir af þessu fallega húsi en ljósmyndarinn Nanne Springer tók myndirnar. Ótrúlega fallegt hús.© Nanne SpringerHér er hugsað út í hvert smáatriði.Falleg stofa og þaðan er hægt að ganga út á pall.© Nanne SpringerAllir gluggar í húsinu er mjög stórir sem skemmir ekki fyrir.© Nanne SpringerÓtrúlega fallegur pallur.© Nanne SpringerPallurinn er mjög stór og er hægt að halda heilu matarboðinn úti með útsýni yfir Þingvallavatn.© Nanne Springer© Nanne Springer© Nanne Springer Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Á vefsíðu Independent er fjallað nokkuð ítarlega um fallegt sumarhús sem staðsett er við Þingvallavatn. Um er að ræða glænýtt hús sem hannað var af arkitektastofunni Glámu Kím sem stofnuð var árið 1996. Húsið er hannað með tilliti til náttúrunnar í kringum það og má sjá fallega blöndu af steinsteypu og timbri. Sumarhúsið stendur á hæðarhrygg við djúpt og hrikalegt gil með ægifögru útsýni til allra átta. Til norðurs er víðsýni yfir stórt vatn að fjöllum í fjarska. Til austurs blasir við nálægur brattur klettaveggur handan gilsins. Sunnan- og vestanmegin við húsið er fjölbreyttur fjallahringur. Húsið er hannað með það að markmiði að magna upp þennan tilkomumikla stað með því að ramma inn útsýnisáttir í og við húsið. Þá eru útirými formuð og staðsett þannig að njóta megi sem best sólar og skjóls. Húsið stendur hátt en áhersla var lögð á að það yrði hógvært í fjölbreyttri náttúrunni. Byggingin samanstendur af þremur ílöngum húshlutum sem raðað er þannig að á milli þeirra er útirými sem opnast í suðurátt. Vestur og austur hlutarnir eru klæddir setrusviði og hýsa annarsvegar svefnaðstöðu og hinsvegar gestahús. Húshlutinn sem tengir þessa tvo hluta er steyptur með svartri sjónsteypu. Hann hýsir stofu og eldhús og er eilítið hærri en hinir. Þar eru stórir inndregnir gluggar í norður- og suðurátt. Útsýnið er vægast sagt fallegt en hér að neðan má sjá myndir af þessu fallega húsi en ljósmyndarinn Nanne Springer tók myndirnar. Ótrúlega fallegt hús.© Nanne SpringerHér er hugsað út í hvert smáatriði.Falleg stofa og þaðan er hægt að ganga út á pall.© Nanne SpringerAllir gluggar í húsinu er mjög stórir sem skemmir ekki fyrir.© Nanne SpringerÓtrúlega fallegur pallur.© Nanne SpringerPallurinn er mjög stór og er hægt að halda heilu matarboðinn úti með útsýni yfir Þingvallavatn.© Nanne Springer© Nanne Springer© Nanne Springer
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira