Óþolandi að þurfa að búast við „holskeflu af ofbeldishótunum“ í starfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. apríl 2018 13:30 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent