Stefna á lokun í Reykjadal fram í miðjan maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2018 11:56 Úr Reykjadal í fyrradag. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun leggur til að lokað verði fyrir aðgang ferðamanna að Reykjadal næstu fjórar vikurnar. Göngustígnum í Reykjadal var lokað þann 31. mars vegna aurbleytu. Bæði liggja stígurinn og næsta umhverfi undir skemmdum. Hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar vaktað upphaf gönguleiðarinnar síðan og vísað fólki frá. Mikill fjöldi ferðamanna fer í Reykjadal á degi hverjum en um þriggja kílómetra ganga er frá bílastæðinu við Hveragerði og upp að baðstaðnum við ána í Reykjadal.Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að úttekt hafi verið gerð á göngustígnum í gær. Rigning var á svæðinu þegar úttektin fór fram og svæðið mjög blautt. Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæði ekki að komast í burtu. „Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans,“ segir í skýrslu sem Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun skrifar undir. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar lokunar svæðisins þann 31. mars hafi landeigandin, Landbúnaðarháskóli Íslands, farið í framkvæmdir á svæðinu á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Skv. verklýsingu verktaka hafi stígurinn verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. 2000 mottueiningar voru lagðar í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á lokuninni. Frestur til að skila þeim rennur út á hádegi í dag, klukkan tólf. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til að lokað verði fyrir aðgang ferðamanna að Reykjadal næstu fjórar vikurnar. Göngustígnum í Reykjadal var lokað þann 31. mars vegna aurbleytu. Bæði liggja stígurinn og næsta umhverfi undir skemmdum. Hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar vaktað upphaf gönguleiðarinnar síðan og vísað fólki frá. Mikill fjöldi ferðamanna fer í Reykjadal á degi hverjum en um þriggja kílómetra ganga er frá bílastæðinu við Hveragerði og upp að baðstaðnum við ána í Reykjadal.Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að úttekt hafi verið gerð á göngustígnum í gær. Rigning var á svæðinu þegar úttektin fór fram og svæðið mjög blautt. Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæði ekki að komast í burtu. „Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans,“ segir í skýrslu sem Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun skrifar undir. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar lokunar svæðisins þann 31. mars hafi landeigandin, Landbúnaðarháskóli Íslands, farið í framkvæmdir á svæðinu á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Skv. verklýsingu verktaka hafi stígurinn verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. 2000 mottueiningar voru lagðar í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á lokuninni. Frestur til að skila þeim rennur út á hádegi í dag, klukkan tólf.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira