Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2018 14:00 Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygering færði honum. Vísir/vilhelm Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent