Kristín: Veit að Stebbi er skíthræddur við okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. apríl 2018 18:20 Kristín átti frábæran leik í dag. vísir/valli „Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19. Kristín skoraði 7 mörk úr 12 skotum og átti því stóran þátt í að tryggja sínu liði sæti í úrslita einvíginu í Olís deild kvenna sem verður gegn Fram. „Eftir tapið okkar hér á heimavelli átti ég bara hræðilega daga. Það er erfitt að gíra sig upp í svona slag þegar maður er með hnút í maganum en í dag fann ég bara að þetta yrði minn dagur,“ sagði Kristín en um var að ræða oddaleik í dag þar sem staðan var jöfn, 2-2, í einvíginu. Hún sagði að síðasti leikur liðanna sem fram fór í Schenker höllinni í Hafnarfirði hefði gefið góða vísbendingu um framvindu mála í dag. „Síðustu tíu mínútur í síðasta leik fannst mér þær bara búnar. Hvernig við komumst yfir á síðustu tíu mínútunum þá var ótrúlegt því við vorum ekki einu sinni að standa vörnina og allt í einu vorum við komnar yfir. Ég fékk góða tilfinningu eftir þann leik.“ Hún Kristín er ekki vön að vera markahæst í sínu liði en hún segir að Haukar hefðu lagt áherslu á að stöðva aðra leikmenn en hana og það hefði því opnað pláss sem hún nýtti sér. „Þær voru að mæta vel á Morgan Marie og Díönu í sókninni okkar og þá opnast pláss fyrir mig og þá verð ég að stíga upp.“ Hún kveðst vera spennt fyrir einvíginu gegn Fram en liðin áttust við í hörkuspennandi úrslitaeinvígjum fyrir nokkrum árum og þá þrjú ár í röð. „Ég held þetta verði fimm leikja sería eins og í gamla daga, 2010, ’11 og 12’. Frábært að spila í Fram heimilinu, finnst það alltaf gaman, og frábært að spila gegn Stebba. Þetta bara gæti ekki verið betra,“ sagði Kristín og vísar þar til Stefán Arnarssonar sem þjálfaði hana hjá Val fyrir nokkrum árum. Stefán sagði á dögunum að hann vildi helst mæta Val í úrslitaeinvíginu en Katrín gefur lítið fyrir það. „Ég veit að Stebbi er skíthræddur við okkur,“ sagði Katrín hlæjandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
„Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19. Kristín skoraði 7 mörk úr 12 skotum og átti því stóran þátt í að tryggja sínu liði sæti í úrslita einvíginu í Olís deild kvenna sem verður gegn Fram. „Eftir tapið okkar hér á heimavelli átti ég bara hræðilega daga. Það er erfitt að gíra sig upp í svona slag þegar maður er með hnút í maganum en í dag fann ég bara að þetta yrði minn dagur,“ sagði Kristín en um var að ræða oddaleik í dag þar sem staðan var jöfn, 2-2, í einvíginu. Hún sagði að síðasti leikur liðanna sem fram fór í Schenker höllinni í Hafnarfirði hefði gefið góða vísbendingu um framvindu mála í dag. „Síðustu tíu mínútur í síðasta leik fannst mér þær bara búnar. Hvernig við komumst yfir á síðustu tíu mínútunum þá var ótrúlegt því við vorum ekki einu sinni að standa vörnina og allt í einu vorum við komnar yfir. Ég fékk góða tilfinningu eftir þann leik.“ Hún Kristín er ekki vön að vera markahæst í sínu liði en hún segir að Haukar hefðu lagt áherslu á að stöðva aðra leikmenn en hana og það hefði því opnað pláss sem hún nýtti sér. „Þær voru að mæta vel á Morgan Marie og Díönu í sókninni okkar og þá opnast pláss fyrir mig og þá verð ég að stíga upp.“ Hún kveðst vera spennt fyrir einvíginu gegn Fram en liðin áttust við í hörkuspennandi úrslitaeinvígjum fyrir nokkrum árum og þá þrjú ár í röð. „Ég held þetta verði fimm leikja sería eins og í gamla daga, 2010, ’11 og 12’. Frábært að spila í Fram heimilinu, finnst það alltaf gaman, og frábært að spila gegn Stebba. Þetta bara gæti ekki verið betra,“ sagði Kristín og vísar þar til Stefán Arnarssonar sem þjálfaði hana hjá Val fyrir nokkrum árum. Stefán sagði á dögunum að hann vildi helst mæta Val í úrslitaeinvíginu en Katrín gefur lítið fyrir það. „Ég veit að Stebbi er skíthræddur við okkur,“ sagði Katrín hlæjandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira