Darri: Við þökkum Ívari fyrir það Árni Jóhannsson skrifar 14. apríl 2018 22:12 Darri er að spila sína síðustu leiktíð með KR, í bili allavega. Hann hyggst flytja til Svíþjóðar. vísir/eyþór Darri Hilmarsson hafði kannski hægt um sig í stigaskori fyrir sína menn en hann hjálpaði þeim á öðrum sviðum körfuboltans þegar KR tryggði sér farseðilinn í úrslita einvígi Dominos deildarinnar í körfubolta í fimmta árið í röð. Hann spilaði sinn 400. leik í kvöld og var spurður hvernig tilfinningin væri svona strax eftir leik. „Hún er góð, mjög góð. Haukar eru búnir að vera besta liðið í vetur þannig að það er gott að ná að slá þá út 3-1. Mér fannst við eiga það skilið.” Hann var spurður hvað væri að skila KR í úrslitaeinvígið og talaði hann mest um varnarleik liðsins. „Við skiptum aðeins um varnarafbrigði í leik þrjú og mér fannst þeir ekki eiga nógu góð svör við þeim varnarleik. Fórum í svokallaðan Box og 1 þar sem Björn Kristjánsson elti Kára Jónsson allan tímann og við hinir spiluðum svæðisvörn og þeir náðu ekki að leysa það nógu vel.Við vorum komnir með tak á þá með því að spila mikið betur í leik þrjú og fjögur en í fyrstu tveimur leikjunum“. „Sigurinn í öðrum leik hafði þau áhrif, eins og einhver sagði við mig, hann snýr seríunni við. Skriðþunginn kemur yfir til okkar og við sleppum honum ekki þegar við erum komnir með hann“, sagði Darri þegar hann var spurður um það hvort kraftaverkasigurinn í leik tvö hefði ekki haft góð áhrif á liðið. Í framhaldi af því var hann spurður út í ummæli Ívars Ásgrímssonar eftir þann leik um að Haukar væru betra liðið og að KR vissi af því. „Þetta mótiveraði okkur klárlega. Maður áttaði sig ekki alveg á því hvað hann var að reyna að tala á móti fjórföldum meisturum ef ég les þetta alveg rétt. Við spiluðum ekki alveg nógu góða fyrstu tvo leikina þannig að þetta kveikti á okkur. Við þökkum bara Ívari fyrir það.” Dominos-deild karla Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Darri Hilmarsson hafði kannski hægt um sig í stigaskori fyrir sína menn en hann hjálpaði þeim á öðrum sviðum körfuboltans þegar KR tryggði sér farseðilinn í úrslita einvígi Dominos deildarinnar í körfubolta í fimmta árið í röð. Hann spilaði sinn 400. leik í kvöld og var spurður hvernig tilfinningin væri svona strax eftir leik. „Hún er góð, mjög góð. Haukar eru búnir að vera besta liðið í vetur þannig að það er gott að ná að slá þá út 3-1. Mér fannst við eiga það skilið.” Hann var spurður hvað væri að skila KR í úrslitaeinvígið og talaði hann mest um varnarleik liðsins. „Við skiptum aðeins um varnarafbrigði í leik þrjú og mér fannst þeir ekki eiga nógu góð svör við þeim varnarleik. Fórum í svokallaðan Box og 1 þar sem Björn Kristjánsson elti Kára Jónsson allan tímann og við hinir spiluðum svæðisvörn og þeir náðu ekki að leysa það nógu vel.Við vorum komnir með tak á þá með því að spila mikið betur í leik þrjú og fjögur en í fyrstu tveimur leikjunum“. „Sigurinn í öðrum leik hafði þau áhrif, eins og einhver sagði við mig, hann snýr seríunni við. Skriðþunginn kemur yfir til okkar og við sleppum honum ekki þegar við erum komnir með hann“, sagði Darri þegar hann var spurður um það hvort kraftaverkasigurinn í leik tvö hefði ekki haft góð áhrif á liðið. Í framhaldi af því var hann spurður út í ummæli Ívars Ásgrímssonar eftir þann leik um að Haukar væru betra liðið og að KR vissi af því. „Þetta mótiveraði okkur klárlega. Maður áttaði sig ekki alveg á því hvað hann var að reyna að tala á móti fjórföldum meisturum ef ég les þetta alveg rétt. Við spiluðum ekki alveg nógu góða fyrstu tvo leikina þannig að þetta kveikti á okkur. Við þökkum bara Ívari fyrir það.”
Dominos-deild karla Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira