Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. apríl 2018 23:34 Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40