Miðasölufyrirtæki sendir FIFA tóninn í sambandi við miða á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 13:30 Þú þarft að vera með svokallað "Fan ID“ til að komast á leiki á HM og það færðu aðeins með því að kaupa miða í gegnum FIFA. Vísir/EPA Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira