Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 17:00 Talið er að Sindri hafi flogið til Svíþjóðar með Icelandair á öðru nafni. Vísir Yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að fullyrða megi að fanginn Sindri Þór Stefánsson hafi átt vitorðsmann í flótta sínum frá landinu. Talið er að Sindri hafi strokið frá fangelsinu á Sogni um klukkan eitt í nótt með því að klifra út um glugga. Er hann talinn hafa farið af landi brott með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í morgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans. „Það má alveg fullyrða að það hafi verið vitorðsmaður. Við erum akkúrat að skoða það núna,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakerfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni þar. Spurður hvort að vitorðsmaður Sindra sjáist á eftirlitsmyndavélum flugstöðvarinnar segir Gunnar að það sé í skoðun.Fangelsið Sogni.Vísir/Magnús HlynurSkoða hvort hann hafi farið til annars lands Spurður hvort vitað sé til þess að Sindri hafi flogið til einhvers annars lands frá Svíþjóð segir Gunnar Schram að lögreglan á Arlanda-flugvelli sé með það til skoðunar. Gunnar segir ekki vitað hvort Sindri ferðaðist til Svíþjóðar á fölsuðu vegabréfi. Hann segir að það sé mismunandi eftir flugfélögum hvort framvísa þurfi vegabréfi ef ferðast á til landa innan Schengen-svæðisins. Ef farþegar innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur geta þeir í sumum tilvikum sloppið með að framvísa vegabréfi. Það fari í raun eftir flugfélaginu hvort að farþegar séu beðnir um að framvísa vegabréfi þegar þeir fara um borð í flugvélina eða hvort að innritunarpassi nægi. „Já, það má segja það,“ segir Gunnar Schram þegar hann er spurður hvort að Sindri gæti í raun verið kominn hvert sem er en segir lögreglu þó ekki vera búna að gefa upp von um að finna hann.Frá fangelsinu á Sogni að Keflavíkuflugvelli eru um 89 kílómetrar samkvæmt korti Google ef ekið er til höfuðborgarsvæðisins. Ef farið er um Suðurstrandarveg er leiðin um 105 kílómetra löng.Google MapsÍ gæsluvarðhaldi vegna Bitcoin-máls Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að fullyrða megi að fanginn Sindri Þór Stefánsson hafi átt vitorðsmann í flótta sínum frá landinu. Talið er að Sindri hafi strokið frá fangelsinu á Sogni um klukkan eitt í nótt með því að klifra út um glugga. Er hann talinn hafa farið af landi brott með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í morgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans. „Það má alveg fullyrða að það hafi verið vitorðsmaður. Við erum akkúrat að skoða það núna,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakerfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni þar. Spurður hvort að vitorðsmaður Sindra sjáist á eftirlitsmyndavélum flugstöðvarinnar segir Gunnar að það sé í skoðun.Fangelsið Sogni.Vísir/Magnús HlynurSkoða hvort hann hafi farið til annars lands Spurður hvort vitað sé til þess að Sindri hafi flogið til einhvers annars lands frá Svíþjóð segir Gunnar Schram að lögreglan á Arlanda-flugvelli sé með það til skoðunar. Gunnar segir ekki vitað hvort Sindri ferðaðist til Svíþjóðar á fölsuðu vegabréfi. Hann segir að það sé mismunandi eftir flugfélögum hvort framvísa þurfi vegabréfi ef ferðast á til landa innan Schengen-svæðisins. Ef farþegar innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur geta þeir í sumum tilvikum sloppið með að framvísa vegabréfi. Það fari í raun eftir flugfélaginu hvort að farþegar séu beðnir um að framvísa vegabréfi þegar þeir fara um borð í flugvélina eða hvort að innritunarpassi nægi. „Já, það má segja það,“ segir Gunnar Schram þegar hann er spurður hvort að Sindri gæti í raun verið kominn hvert sem er en segir lögreglu þó ekki vera búna að gefa upp von um að finna hann.Frá fangelsinu á Sogni að Keflavíkuflugvelli eru um 89 kílómetrar samkvæmt korti Google ef ekið er til höfuðborgarsvæðisins. Ef farið er um Suðurstrandarveg er leiðin um 105 kílómetra löng.Google MapsÍ gæsluvarðhaldi vegna Bitcoin-máls Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54
Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38
Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01