Ráðherra segir óásættanlegt að þurfa að senda sjúklinga út Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felst lausnin ekki í því að semja við Klíníkina í Ármúla um liðskiptaaðgerðir. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ekkert víst að aðgerðir hjá einkafyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu opinbera. Einnig skipti miklu máli að tryggja færni lækna hjá hinu opinbera með lágmarksfjölda aðgerða. Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn á því vandamáli að sjúklingar séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íslenskir sjúklingar gætu farið til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar þeir hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista hér á landi. Aðgerðin í heild kostar íslenska skattborgara um þrjár milljónir króna. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segist geta framkvæmt þessar aðgerðir fyrir rétt rúma milljón eða um þriðjung af kostnaðinum við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.Sjá einnig: Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina„Þessi staða sem er uppi, að íslenska ríkið sendir sjúklinga til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi, er óásættanleg. Og sérstaklega þar sem kostnaður fyrir hverja aðgerð er mjög mikill fyrir opinbera sjóði,“ segir Svandís. Unnið sé að því að finna lausn þar sem til haga er haldið þeim kröfum sem gerðar eru í íslensku heilbrigðiskerfi um jafnan aðgang óháð efnahag og að sá komist að sem hafi brýnustu þörfina. Þetta er óásættanleg staða sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu síðustu daga,“ bætir hún við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki unnið að því innan ráðuneytisins að gera samning við Klíníkina um að gera aðgerðir hér á landi svo lausnirnar eru líkast til annars eðlis. Rúnar segir mikilvægt að horft sé til þess að skurðlæknar og skurðhjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingunni rétt eins og atvinnuflugmenn þurfi ákveðinn fjölda flugtíma til að viðhalda þekkingu sinni. Því sé ekki æskilegt að dreifa aðgerðum sem þessum á marga staði hér innanlands, einmitt af þeim sökum að skurðteymin, læknar og hjúkrunarfræðingar, þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ekkert víst að aðgerðir hjá einkafyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu opinbera. Einnig skipti miklu máli að tryggja færni lækna hjá hinu opinbera með lágmarksfjölda aðgerða. Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn á því vandamáli að sjúklingar séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íslenskir sjúklingar gætu farið til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar þeir hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista hér á landi. Aðgerðin í heild kostar íslenska skattborgara um þrjár milljónir króna. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segist geta framkvæmt þessar aðgerðir fyrir rétt rúma milljón eða um þriðjung af kostnaðinum við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.Sjá einnig: Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina„Þessi staða sem er uppi, að íslenska ríkið sendir sjúklinga til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi, er óásættanleg. Og sérstaklega þar sem kostnaður fyrir hverja aðgerð er mjög mikill fyrir opinbera sjóði,“ segir Svandís. Unnið sé að því að finna lausn þar sem til haga er haldið þeim kröfum sem gerðar eru í íslensku heilbrigðiskerfi um jafnan aðgang óháð efnahag og að sá komist að sem hafi brýnustu þörfina. Þetta er óásættanleg staða sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu síðustu daga,“ bætir hún við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki unnið að því innan ráðuneytisins að gera samning við Klíníkina um að gera aðgerðir hér á landi svo lausnirnar eru líkast til annars eðlis. Rúnar segir mikilvægt að horft sé til þess að skurðlæknar og skurðhjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingunni rétt eins og atvinnuflugmenn þurfi ákveðinn fjölda flugtíma til að viðhalda þekkingu sinni. Því sé ekki æskilegt að dreifa aðgerðum sem þessum á marga staði hér innanlands, einmitt af þeim sökum að skurðteymin, læknar og hjúkrunarfræðingar, þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00