Í kapphlaupi við að gera völlinn leikhæfan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Stórtækar vinnuvélar fylla nú Ólafsvíkurvöll þar sem leggja á gervigras fyrir komandi leiktíð. Veður hefur tafið framkvæmdir við völlinn. „Snjóþungi og veðurfar hefur ekki verið að vinna með okkur eftir áramótin,“ segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd standa nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Stórtækar vinnuvélar eru þar að störfum við að undirbúa nýjan gervigrasvöll félagsins. Verkið er kapphlaup við tímann áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu hefst í næsta mánuði, en fyrsti heimaleikur Víkings er settur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að útlitið gefi til kynna að langur vegur sé frá því að völlurinn sé leikhæfur eru Þorsteinn Haukur og Víkingar hans bjartsýnir á að það takist að ljúka verkinu fljótt og örugglega. Ef það klikkar hefur hann gert ráðstafanir til að bregðast við því.Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík.„Þeir eru á fullu núna og reikna ég fastlega með að það verði hægt að fara að leggja grasið eftir kannski tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur hef ég haft samband við forsvarsmenn HK, sem við eigum fyrsta heimaleik við, um að víxla heimaleikjum. Formaður HK tók vel í það að skipta og bíð ég bara staðfestingar á því.“ Gangi það eftir myndi félagið kaupa sér tíma til að ljúka framkvæmdum og yrði þá fyrsti leikur gegn Selfossi í byrjun júní, um sjómannadagshelgi. „Við eigum bara þennan eina heimaleik í maí samkvæmt skipulaginu. Við byrjum þá bara á fjórum útileikjum og tökum svo á móti Selfyssingum, vonandi á fullum velli.“ Víkingar ákváðu í fyrra að skipta yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir hafa vetrarhörkurnar tafið framkvæmdir. Þorsteinn Haukur segir Víkinga spennta fyrir gervigrasinu og að það geti reynst mikil bót fyrir félagið. „Við búum við það að liðið hefur mátt æfa á parketti frá september og fram í apríl yfir vetrartímann en við bindum vonir við að gervigrasið muni kannski lengja það tímabil sem við getum æft og spilað úti.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
„Snjóþungi og veðurfar hefur ekki verið að vinna með okkur eftir áramótin,“ segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd standa nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Stórtækar vinnuvélar eru þar að störfum við að undirbúa nýjan gervigrasvöll félagsins. Verkið er kapphlaup við tímann áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu hefst í næsta mánuði, en fyrsti heimaleikur Víkings er settur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að útlitið gefi til kynna að langur vegur sé frá því að völlurinn sé leikhæfur eru Þorsteinn Haukur og Víkingar hans bjartsýnir á að það takist að ljúka verkinu fljótt og örugglega. Ef það klikkar hefur hann gert ráðstafanir til að bregðast við því.Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík.„Þeir eru á fullu núna og reikna ég fastlega með að það verði hægt að fara að leggja grasið eftir kannski tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur hef ég haft samband við forsvarsmenn HK, sem við eigum fyrsta heimaleik við, um að víxla heimaleikjum. Formaður HK tók vel í það að skipta og bíð ég bara staðfestingar á því.“ Gangi það eftir myndi félagið kaupa sér tíma til að ljúka framkvæmdum og yrði þá fyrsti leikur gegn Selfossi í byrjun júní, um sjómannadagshelgi. „Við eigum bara þennan eina heimaleik í maí samkvæmt skipulaginu. Við byrjum þá bara á fjórum útileikjum og tökum svo á móti Selfyssingum, vonandi á fullum velli.“ Víkingar ákváðu í fyrra að skipta yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir hafa vetrarhörkurnar tafið framkvæmdir. Þorsteinn Haukur segir Víkinga spennta fyrir gervigrasinu og að það geti reynst mikil bót fyrir félagið. „Við búum við það að liðið hefur mátt æfa á parketti frá september og fram í apríl yfir vetrartímann en við bindum vonir við að gervigrasið muni kannski lengja það tímabil sem við getum æft og spilað úti.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira