Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 10:45 Sindri flaug til Svíþjóðar með Icelandair á öðru nafni. Vísir Ekkert hefur spurst til Sindra Þórs Stefánssonar, fangans sem strauk úr fangelsinu á Sogni, frá því hann kom til Svíþjóðar. Þetta segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sem stjórnar leitinni að Sindra. Því liggur ekki fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann hafi flogið þaðan til einhvers annars lands. Talið er að Sindri hafi strokið frá fangelsinu á Sogni um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags með því að klifra út um glugga. Er hann talinn hafa farið af landi brott með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans. Gunnar segir lögreglu einungis hafa fengið staðfestingu á því frá lögreglunni á Arlanda að Sindri hefði verið á flugvellinum. Ekki er komið í ljós hvort einhver var með honum í för og þá er það til rannsóknar hvernig hann komst frá Sogni til Keflavíkurflugvallar. Fullyrt var í gær að Gunnar hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Grafast fyrir um ferðir hans „Við erum að reyna að grafast fyrir um það, ef það er nokkur leið,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa fengið upplýsingar um hvort Sindri hafi verið með annarri manneskju í för á Keflavíkurflugvelli eða hvort hann sjáist stíga út úr bíl við Keflavíkurflugvöll.Frá fangelsinu á Sogni að Keflavíkuflugvelli eru um 89 kílómetrar samkvæmt korti Google ef ekið er til höfuðborgarsvæðisins. Ef farið er um Suðurstrandarveg er leiðin um 105 kílómetra löng.Google MapsSpurður hvort vitað sé til þess að Sindri hafi rætt við einhvern á Arlanda-flugvelli segir Gunnar engar slíkar upplýsingar hafa fengist. Búið er að lýsa eftir Sindra hjá Europol, samstarfsstofnunar evrópskra lögregluembætta, en ekkert hefur borist frá þeirri stofnun enn sem komið er. „Ef lögregla hefur afskipti af honum einhvers staðar ætti þetta að koma upp,“ segir Gunnar. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar.Var á öðru nafni Hann segir Sindra ekki hafa framvísað fölsuðu vegabréfi. Hann segir að það sé mismunandi eftir flugfélögum hvort framvísa þurfi vegabréfi ef ferðast á til landa innan Schengen-svæðisins. Ef farþegar innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur geta þeir í sumum tilvikum sloppið með að framvísa vegabréfi. Það fari í raun eftir flugfélaginu hvort að farþegar séu beðnir um að framvísa vegabréfi þegar þeir fara um borð í flugvélina eða hvort að innritunarpassi nægi. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra.Fangelsið Sogni.Vísir/Magnús HlynurÍ varðhaldi vegna Bitcoin-máls Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í gær að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Páll sver af sér kapalfíkn Páll Winkel, fangelsismálastjóri, var í eldlínunni í gær eftir að í ljós kom að Sindri Þór Stefánsson hafði flúið land og sloppið úr íslensku fangelsi. 18. apríl 2018 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Sindra Þórs Stefánssonar, fangans sem strauk úr fangelsinu á Sogni, frá því hann kom til Svíþjóðar. Þetta segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sem stjórnar leitinni að Sindra. Því liggur ekki fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann hafi flogið þaðan til einhvers annars lands. Talið er að Sindri hafi strokið frá fangelsinu á Sogni um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags með því að klifra út um glugga. Er hann talinn hafa farið af landi brott með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans. Gunnar segir lögreglu einungis hafa fengið staðfestingu á því frá lögreglunni á Arlanda að Sindri hefði verið á flugvellinum. Ekki er komið í ljós hvort einhver var með honum í för og þá er það til rannsóknar hvernig hann komst frá Sogni til Keflavíkurflugvallar. Fullyrt var í gær að Gunnar hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Grafast fyrir um ferðir hans „Við erum að reyna að grafast fyrir um það, ef það er nokkur leið,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa fengið upplýsingar um hvort Sindri hafi verið með annarri manneskju í för á Keflavíkurflugvelli eða hvort hann sjáist stíga út úr bíl við Keflavíkurflugvöll.Frá fangelsinu á Sogni að Keflavíkuflugvelli eru um 89 kílómetrar samkvæmt korti Google ef ekið er til höfuðborgarsvæðisins. Ef farið er um Suðurstrandarveg er leiðin um 105 kílómetra löng.Google MapsSpurður hvort vitað sé til þess að Sindri hafi rætt við einhvern á Arlanda-flugvelli segir Gunnar engar slíkar upplýsingar hafa fengist. Búið er að lýsa eftir Sindra hjá Europol, samstarfsstofnunar evrópskra lögregluembætta, en ekkert hefur borist frá þeirri stofnun enn sem komið er. „Ef lögregla hefur afskipti af honum einhvers staðar ætti þetta að koma upp,“ segir Gunnar. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar.Var á öðru nafni Hann segir Sindra ekki hafa framvísað fölsuðu vegabréfi. Hann segir að það sé mismunandi eftir flugfélögum hvort framvísa þurfi vegabréfi ef ferðast á til landa innan Schengen-svæðisins. Ef farþegar innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur geta þeir í sumum tilvikum sloppið með að framvísa vegabréfi. Það fari í raun eftir flugfélaginu hvort að farþegar séu beðnir um að framvísa vegabréfi þegar þeir fara um borð í flugvélina eða hvort að innritunarpassi nægi. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra.Fangelsið Sogni.Vísir/Magnús HlynurÍ varðhaldi vegna Bitcoin-máls Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í gær að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Páll sver af sér kapalfíkn Páll Winkel, fangelsismálastjóri, var í eldlínunni í gær eftir að í ljós kom að Sindri Þór Stefánsson hafði flúið land og sloppið úr íslensku fangelsi. 18. apríl 2018 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09
Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00
Páll sver af sér kapalfíkn Páll Winkel, fangelsismálastjóri, var í eldlínunni í gær eftir að í ljós kom að Sindri Þór Stefánsson hafði flúið land og sloppið úr íslensku fangelsi. 18. apríl 2018 09:00