Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. apríl 2018 13:33 Þessi rándýra Photoshop vinnsla er í boði vefmiðilsins Cointelegraph, sem flytur fréttir af rafmynt Cointelegraph.com Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira