Greina frá ástæðu þess hvers vegna enginn vildi kynna Dire Straits þegar hún var vígð í frægðarhöll rokksins Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 09:11 Alan Clark, Guy Fletcher John Illsley úr Dire Straits þegar sveitin var vígð í Frægðarhöll rokksins. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði. Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði.
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira