Þór Saari segir skilið við Pírata eftir að þeir skipuðu annan í hans stað í bankaráði Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:39 Þór Saari, fyrrverandi Pírati. vísir/gva Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn. Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn.
Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent