Fótbolti

VAR endursýningar á stórum skjáum á völlunum í Rússlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dómarar geta ráðfært sig við myndbandsupptökur í Rússlandi og fá stuðningsmenn að sjá endursýningarnar
Dómarar geta ráðfært sig við myndbandsupptökur í Rússlandi og fá stuðningsmenn að sjá endursýningarnar vísir/getty
Áhorfendur á völlunum í Rússlandi í sumar munu fá að sjá endursýningar í tengslum við myndbandsdómgæslu á skjám inn á leikvöngunum.

Myndbandsdómgæsla verður notuð í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti í Rússlandi í sumar. FIFA staðfesti það í marsmánuði, en tæknin hefur fengið mikla gagnrýni í vetur þegar hún hefur verið prófuð á hinum ýmsu vígstöðvum.

Einn mesta gagnrýnin á myndbandsdómgæsluna er hversu ruglandi hún er fyrir áhorfendur á vellinum sem geta ómögulega fylgst með hvað sé í gangi. Til þess að greiða úr ruglingnum mun FIFA sýna endursýningarnar sem dómarinn skoðar í myndbandsdómgæslunni á skjám á vellinum.

Áhorfendur fá þó ekki að sjá endursýningarnar samtímis, þar sem þeir gætu þá haft áhrif á dómarann og hans ákvarðanatöku.


Tengdar fréttir

Forseti UEFA vill ekki VAR í Meistaradeildina

Myndbandsdómarar (VAR) verða ekki notaðir í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili því forseta UEFA þykir kerfið valda of miklum usla og misskilningi.

Myndbandsdómarar fá sæti í Rússlandi

Dómarar á leikjum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar munu geta notið aðstoðar myndbandsdómara, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að myndbandsdómgæsla mun verða notuð á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×