Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 13:04 Jakob Rolland, talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Mynd/Haraldur Jónsson „Ef þetta frumvarp gengur í gegn gæti það leitt til ofsókna gegn gyðingum,“ segir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við breska tímaritið The Catholic Herald þar sem hann ræðir frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi. Í grein tímaritsins kemur fram að kaþólska kirkjan á Íslandi sé á móti frumvarpinu sem gæti valdið því að foreldrar drengja af gyðinga- og múslimaættum gætu átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér ef þeir láta umskera syni sína. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rolland.Spurning um mannréttindi segir þingmaður Það var Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði frumvarpið fyrir Alþingi í fyrr í vetur en blaðamaður The Catholic Herald vitnar í lækninn Ólaf Þór Gunnarsson sem er þingmaður Vinstri grænna og einn af meðmælendum frumvarpsins.Rætt er við Ólaf Þór Gunnarson, þingmann Vinstri grænna.„Að okkar mati er þetta spurning um mannréttindi. Engin manneskja ætti að þurfa að gangast undir óþarfa aðgerð án samþykkis,“ segir Ólafur. Í frumvarpinu segir að hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að sex árum. Umskurður fer þannig fram að fremsti hluti forhúðar getnaðarlims er fjarlægður með skurðaðgerð. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs. Á meðal múslima er hins vegar algengast að drengir séu umskornir í kringum tíu ára aldurinn. Flutningsmenn þessa frumvarps telja umskurð á drengjum fela í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Kaþólska tímaritið bendir á að þingmennirnir sem standa að þessu frumvarpi hafi ekki horfið frá skoðun sinni þrátt fyrir mikil mótmæli um víða veröld. Haft er eftir Ólafi Þór Gunnarssyni að hann telji trúarbrögð vera einkamál hvers og eins og að þau ættu að aðlagast með tímanum ásamt því að endurspegla samfélagið sem þau tilheyra.Landakotskirkja er þekktasta kirkja kaþólsku kirkjunnar.Vísir/VilhelmMikill stuðningur varhugaverð þróun Jakob Rolland finnst hins vegar viðurlögin við þessu banni ansi hörð og segir frumvarpið vera að ná miklum stuðningi á Íslandi, en honum finnst sú þróun varhugaverð.„Þetta frumvarp þýðir að gyðingar verða ekki velkomnir á Íslandi ef þeir vilja ástunda trúarbrögð sín,“ er haft eftir Rolland. Rolland segir kaþólikka í miklum minnihluta á Íslandi, eða um fjögur prósent af Íslendingum, og hafi því ekki mikið að segja um framvindu þessa máls. Vonast Rolland eftir því að kaþólikkar í öðrum löndum láti í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum. Skrifstofa tímaritsins The Catholic Herald er í London en tímaritið er gefið út á Bretlandseyjum. Það er gefið út í um 21 þúsund eintaki og dreift til kaþólskra söfnuða ásamt því að vera selt í lausasölu og dreift til áskrifenda.Fréttin var uppfærð 09:53 20. apríl. Ólafur Þór Gunnarsson benti á að The Catholic Herald hefði aldrei haft samband við sig, en þó væri vitnað rétt í hann. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Sjá meira
„Ef þetta frumvarp gengur í gegn gæti það leitt til ofsókna gegn gyðingum,“ segir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við breska tímaritið The Catholic Herald þar sem hann ræðir frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi. Í grein tímaritsins kemur fram að kaþólska kirkjan á Íslandi sé á móti frumvarpinu sem gæti valdið því að foreldrar drengja af gyðinga- og múslimaættum gætu átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér ef þeir láta umskera syni sína. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rolland.Spurning um mannréttindi segir þingmaður Það var Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði frumvarpið fyrir Alþingi í fyrr í vetur en blaðamaður The Catholic Herald vitnar í lækninn Ólaf Þór Gunnarsson sem er þingmaður Vinstri grænna og einn af meðmælendum frumvarpsins.Rætt er við Ólaf Þór Gunnarson, þingmann Vinstri grænna.„Að okkar mati er þetta spurning um mannréttindi. Engin manneskja ætti að þurfa að gangast undir óþarfa aðgerð án samþykkis,“ segir Ólafur. Í frumvarpinu segir að hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að sex árum. Umskurður fer þannig fram að fremsti hluti forhúðar getnaðarlims er fjarlægður með skurðaðgerð. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs. Á meðal múslima er hins vegar algengast að drengir séu umskornir í kringum tíu ára aldurinn. Flutningsmenn þessa frumvarps telja umskurð á drengjum fela í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Kaþólska tímaritið bendir á að þingmennirnir sem standa að þessu frumvarpi hafi ekki horfið frá skoðun sinni þrátt fyrir mikil mótmæli um víða veröld. Haft er eftir Ólafi Þór Gunnarssyni að hann telji trúarbrögð vera einkamál hvers og eins og að þau ættu að aðlagast með tímanum ásamt því að endurspegla samfélagið sem þau tilheyra.Landakotskirkja er þekktasta kirkja kaþólsku kirkjunnar.Vísir/VilhelmMikill stuðningur varhugaverð þróun Jakob Rolland finnst hins vegar viðurlögin við þessu banni ansi hörð og segir frumvarpið vera að ná miklum stuðningi á Íslandi, en honum finnst sú þróun varhugaverð.„Þetta frumvarp þýðir að gyðingar verða ekki velkomnir á Íslandi ef þeir vilja ástunda trúarbrögð sín,“ er haft eftir Rolland. Rolland segir kaþólikka í miklum minnihluta á Íslandi, eða um fjögur prósent af Íslendingum, og hafi því ekki mikið að segja um framvindu þessa máls. Vonast Rolland eftir því að kaþólikkar í öðrum löndum láti í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum. Skrifstofa tímaritsins The Catholic Herald er í London en tímaritið er gefið út á Bretlandseyjum. Það er gefið út í um 21 þúsund eintaki og dreift til kaþólskra söfnuða ásamt því að vera selt í lausasölu og dreift til áskrifenda.Fréttin var uppfærð 09:53 20. apríl. Ólafur Þór Gunnarsson benti á að The Catholic Herald hefði aldrei haft samband við sig, en þó væri vitnað rétt í hann.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Sjá meira
Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00
Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24