Ragnheiður best í Olís-deildinni: „Ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 15:30 Olís-deild kvenna var gerð upp samhliða því að hita upp fyrir úrslitakeppnina í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sem tileinkaður var konunum. Þar var lið ársins útnefnt samhliða þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og besta varnarmanninum. Ragnheiður Júlíusdóttir, markadrottning deildarinnar, var útnefnd besti leikmaðurinn en hún var frábær bæði í sókn og vörn í vetur. Hún hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður á síðustu mánuðum. „Útispilari sem ætlar að vera valinn bestur þarf að gera eitthvað á báðum endum vallarins. Það er klárt mál. Það er ekki hægt að vera best í deildinni ef þú ætlar bara að spila öðru megin,“ sagði Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Ragnheiði. Hann bætti svo við að Ragnheiður hefði alltaf verið góð í vörn. Málið væri bara það að hún hefði aldrei nennt að spila vörnina. Hún var spurð hvort það hefði breyst þegar hún settist í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þætti gærkvöldsins. „Já, ætli það ekki. Ég fékk loksins að spila þrist og það var eitthvað sem að mér bauðst þegar að Elva fór til Danmerkur og Steinunn varð ólétt. Ég ákvað bara að taka því með opnum hug og bæta mig í vörninni. Mér finnst orðið mjög gaman að spila vörn núna og er ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður,“ sagði Ragnheiður. Allt viðtalið við Ragnheiði og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð ársins úr liði Fram, má sjá í spilaranum hér að ofan.Lið ársins. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00 Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Olís-deild kvenna var gerð upp samhliða því að hita upp fyrir úrslitakeppnina í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sem tileinkaður var konunum. Þar var lið ársins útnefnt samhliða þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og besta varnarmanninum. Ragnheiður Júlíusdóttir, markadrottning deildarinnar, var útnefnd besti leikmaðurinn en hún var frábær bæði í sókn og vörn í vetur. Hún hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður á síðustu mánuðum. „Útispilari sem ætlar að vera valinn bestur þarf að gera eitthvað á báðum endum vallarins. Það er klárt mál. Það er ekki hægt að vera best í deildinni ef þú ætlar bara að spila öðru megin,“ sagði Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Ragnheiði. Hann bætti svo við að Ragnheiður hefði alltaf verið góð í vörn. Málið væri bara það að hún hefði aldrei nennt að spila vörnina. Hún var spurð hvort það hefði breyst þegar hún settist í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þætti gærkvöldsins. „Já, ætli það ekki. Ég fékk loksins að spila þrist og það var eitthvað sem að mér bauðst þegar að Elva fór til Danmerkur og Steinunn varð ólétt. Ég ákvað bara að taka því með opnum hug og bæta mig í vörninni. Mér finnst orðið mjög gaman að spila vörn núna og er ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður,“ sagði Ragnheiður. Allt viðtalið við Ragnheiði og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð ársins úr liði Fram, má sjá í spilaranum hér að ofan.Lið ársins.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00 Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00
Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00