Handbolti

Gummi Gumm: Framtíðin er björt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. Sex leikmenn sem höfðu verið valdir í verkefnið hafa þurft að draga sig úr hópnum og í staðinn valdi Guðmundur fjóra leikmenn úr Olís deildinni sem halda með landsliðinu til Noregs.

„Auðvitað mun reyna á okkur á móti þremur af bestu landsliðum heims núna í vikunni, en mér finnst þetta hafa farið vel af stað,“ sagði Guðmundur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Mikið er um unga leikmenn í liðinu og lýst Guðmundi vel á það sem hann hefur séð til þessa.

„Þeir þurfa auðvitað tíma, og það þarf að gefa þeim hann. En mér finnst framtíðin björt. Það mun taka 2-3 ár að byggja þetta lið upp og komast í fremstu röð á ný,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×